Ingibjörg fer fram í skjóli Jóhönnu

Ingibjörg og Skúli Helga eru búin að "hanna" eftirfarandi atburðarrás.

1. Jóhanna leiðir Samfylkinguna í kosningunum og mynduð verður 2-3 flokka vinstri stjórn undir forystu hennar. Dagur B. Eggertsson verður gerður að ráðherra.

2. Eftir rúmt ár dregur Jóhanna sig í hlé og Ingibjörg kemst þangað sem að hana hefur alltaf langað í forsætisráherrastólinn.

3. Ingibjörg segir af sér formennsku Samfylkingarinnar ca. árið 2012 og Dagur B. Eggertsson sest í hennar sæti.

Það verður að segjast eins og er að öll maskínan er mjög samhæfð í þessum aðgerðum þeas. Fréttablaðið, Stöð 2 og bloggarar Samfylkingarinnar. Miðstýringin er farin að minna á alræðisflokka 20 aldarinnar því svo smurt eiga hlutirnir að ganga á þessum bænum.

Síðan er bara spurningin hversu leiðitamir sauðirnir í hjörðinni verða.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saturnus

Akkúrat, þú ert áreiðanlega að lesa þetta rétt

Saturnus, 28.2.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er eðlilegt framhald af "landsfundarsamþykktum" síðasta landsfundar Samfylkingarinnar, sem voru "kynntar" degi fyrir þingið í glasritum. Kannast einhver við þær, "fagra Ísland", "unga Ísland" og hvað þær hétu.

Hvað var af efndum þeirra?

Gestur Guðjónsson, 28.2.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fagra Ísland Samfylkingarinnar og stóriðjumótmæli VG hljóma fremur kjánalega þegar síðan er farið í að ríkisstyrkja Helguvík. Þetta er þvert gegn yfirlýstri stefnu flokkanna sem ekki hefur verið breytt enda verður varla breytt fyrr en á flokksþingi. Glansrit, prjál og pjatt sem er gersamlega innistæðulaust.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.3.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband