Sanngjarn sigur

Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag. KR-ingar byrjuðu betur en eftir það datt fátt ofaní og þeirra helsta von var að Teitur myndi sprengja Stjörnuliðið á því að rótera einungis á 6 mönnum lungann úr leiknum. Það var hinsvegar fyrst og fremst frábær vörn sem skóp þennan sigur. Fannar, Guðjón og Jovan áttu hreinlega teiginn og vörðu fjölmörg skot auk þess að hirða flest fráköst sem til féllu sérstaklega í fyrri hálfleik. Jón Arnór var sá eini sem að þorði að keyra á körfuna á meðan hinir reyndu þriggja stiga skot. 35 þriggja stiga tilraunir en einungis 11 körfur segja allt sem segja þarf um hvernig það gekk. Nú er síðan spurningin um hvort að KR-ingar ná að gyrða sig í brók og koma inn í úrslitakeppnina á fullu gasi. 
mbl.is Teitur: „Vissi að við gætum höndlað pressuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband