Menn sem stunda óheiðarleg viðskipti á að lögsækja af fullum þunga

Það skiptir ekki máli hvaða aðilar eiga í hlut. Þetta mein sem ólöglegt samráð, uppskrúfað eigið fé og önnur svik á að skera burt. Beita þarf hörðustu refsingum sem lög leyfa til að setja fordæmi sem tekið er eftir. Vettlingatökin sem við sáum í olíusamráðinu þegar forstjórarnir sluppu við að bera ábyrgð á sínum glæpum eru forkastanleg og hafa líklegast helgast af tengslum eins forstjórans við sjálfstæðisflokkinn. Brot á samkeppnislögum þar sem að brotaviljinn er jafn einbeittur og í olímálinu og að því er virðist í þessu máli á að jafngilda innbroti eða þjófnaði að refsingu. Hér er um sama hlutinn að ræða og þrátt fyrir að brotamennirnir séu í fínum jakkafötum og keyri um á fínum bílum þá á að gilda það sama um þá og Lalla Johns. Glæpur er glæpur!
mbl.is Leynifundir með Samkeppniseftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband