Að standa við stóru orðin

Eftirfarandi er tekið af Eyjunni í boði spunameistara ISG.

 Samfylkingin - Landsfundarályktun 2007 - Evrópustefna Ísland og Evrópa

Samfylkingin vill:

1. Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
2. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið.
3. Að niðurstöður samninga verði bornar undir þjóðaratkvæði.
 

 

Punktur 2 sýnir það svart á hvítu það sem verið var að gagnrýna hvað mest. Það er búið að álykta um hitt og þetta að þetta þurfi að gera og að einhverja vinnu þurfi að vinna. Það kemur síðan á daginn að það er enga vinnu búið að vinna enda getur þetta samansafn fólks sem kallar sig Samfylkingarfólk ekkert nema rifið kjaft um allt og ekkert. Þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að blaðra um kemur hið sanna í ljós að innihaldið er ekkert þrátt fyrir miklar umbúðir. Ekki frekar en að þetta lið geti lesið þær skýrslur sem það fær eða boðað lykilmenn á fundi í miðri fjármálakreppu. Hvað þá að samráðherrar í sama flokki geti skipst á upplýsingum (ISG/BGS). Flokkurinn nennir ekki einu sinni að vinna eigin stefnu því að hann er of upptekinn við að fara í litgreiningu eða plögga sig hjá Baugsmiðlunum. 

Hvað á að lesa í þessa yfirlýsingu frá spunameistara ISG?
Að Samfylkingin hafi engin markmið önnur en að ganga inn.
HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR.
Það þýðir líka að eftir það þurfa þau ekki að bera neina ábyrgð á stjórnarathöfnum þar sem að þau eru að vonast til að verða bara stimplarar á reglugerðum frá Brussel.

Það er þörf á fólki hér í stjórn sem að nennir að vinna sína vinnu. Samfylkingin er búin að sýna að það er hún ekki og því best að senda hana í ævilangt frí. Það er nefnilega stór munur á því hvað Samfylkingin vill og hvað Samfylkingin gerir og fólk ætti að vera farið að sjá það.


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband