18.11.2008 | 22:46
Er Gylfi að berjast fyrir Baug, Samfylkinguna eða verkalýðinn eins og hann er kjörinn til?
Það hefur verið alveg sérstakt að hlusta á Gylfa tjá sig um ástandið undanfarið. Ekki má minnast á afnám verðtryggingar því að þá tapa lífeyrissjóðirnir svo miklu. Ég spyr bara "og hvað með það". Lang stærstur hluti þess fólks sem er að fá úr lífeyrissjóðum núna þurfti aldrei að borga fyrir sitt húsnæði nema að litlu leyti, þeas. ef að það var keypt á milli 1960 og 1980. Verðbólgan át lánin með húð og hári. Ef að það er einhver hópur sem að getur tekið á sig meiri byrðar þá er það þessi hópur. Hversu miklu tapa lífeyrissjóðirnir líka ef að þúsundir heimila verða gjaldþrota?
Gylfi er kominn undir pilsfald ríkisstjórnarinnar og verður þar fastur á spena spillingarinnar sem að þar þrífst. ESB vælið í honum er líka alveg furðulegt. Ég er stuðningsmaður þess að sækja um en það er langt því frá sjálfgefið að við förum inn. Ég sel ekki sálu mína andskotanum í Brussel. Ef að þeir samningar gefa okkur ekki tækifæri á að verja okkar sérhagsmuni sem þjóðar þá mega þeir éta það sem úti frýs. Gylfi og Samfylkingin hafa nú þegar selt sig og það efalaust ódýrt og eru orðin heilalausir jámenn. Held að það þurfi nýja forystu þar eins og víða annarsstaðar.
Líflegur ASÍ-fundur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.