9.11.2008 | 10:08
Burt með Björgvin
Björgvin G. Sigurðsson gerði endanlega uppá bak í gær. Í stað þess að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á því að vera ekki starfi sínu vaxinn þá beitir hann hinu hefðbundna Samfylkingarsvari "Ég vissi það ekki". Hann heldur því ss. blákalt fram að hann hafi ekkert vitað um stöðu Icesave í mars síðastliðnum (spurning hvort að hann hafi þá vitað hvort að eitthvað Icesave hafi verið til). Hann bendir á embættismenn og fjármálaeftirlit en það skiptir engu máli í því samhengi. Björgvin er yfirmaður beggja stofnanna og er því augljóslega ekki starfi sínu vaxinn hvort heldur sem er vegna fávisku að vita ekkert um hvað gekk á meðan útrásarsöngurinn var sunginn í fílabeinsturninum eða vegna hrópandi aðgerðaleysis ef að hann vissi hvað gekk á og setti kíkinn fyrir blinda augað.
Krafan er augljós Björgvin burt og restina af ríkisstjórninni með honum. Ráðherraábyrgð er ábyrgð sem taka á alvarlega og ekki á sama hátt og bankastjóraábyrgð sem er augljóslega engin þrátt fyrir ofurlaunin.
Sjá greinina á vísi hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
Athugasemdir
Björgvin sagði á blaðamannafundi í byrjun Október að það væru til margar fundargerðir um fundi Fjármálaeftirlitsins Íslenska og þess Breska um IceSave og stöðu Landsbankans. Það bendir til þess að hann hafi fengið fundargerðirnar sendar en ekki lesið þær. Hvort hann hefur sagt ósatt um vitneskju sína eða ekki lesið heima vegna leti er aukaatriði. Hann er ekki að standa vaktina og á að segja af sér.
G. Valdimar Valdemarsson, 10.11.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.