27.10.2007 | 22:22
Er þetta ekki lýsandi fyrir þjálfaraferil Eyjólfs
Var að lesa umfjöllun vísis.is og fótbolta.net um hræringarnar innan landsliðsins að undanförnu. Þar kemur í ljós að Eyjólfur hafði loksins áttað sig á að Eiður er ekki fæddur fyrirliði og ætlaði að skipta honum út. Það átti hinsvegar aðeins að gerast ef að Eiður myndi segja af sér sem að hann vildi ekki. Eyjólfur átti að sjálfsögðu að taka af skarið og skipta um fyrirliða hvað sem Eiður segði en það er alveg ljóst að Eyjólfur hefur ekki verið að fleygja knattspyrnuskóm í leikmenn eða reynt á nokkurn hátt að halda aga í liðinu. Fréttir af því að að leikmenn liðsins hafi virt útivistarreglur að vettugi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingunum undirstrika það að þörf er á nýjum þjálfara og er það ánægjulegt að KSÍ hefur loksins áttað sig á stöðunni. Nú er bara að vona að Geir fái einhvern með viti til að hjálpa sér að finna nýjan þjálfara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir byðu semsagt ekki eftir því að Eyjólfur hresstist.
steini pípari
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 27.10.2007 kl. 22:25
Þetta var eina lausnin. Eyjólfur var kominn í þrot með þetta dæmi. Eiginlega synd að sjá svona geðþekkum manni mistakast þetta verk svona illilega.
Haukur Nikulásson, 28.10.2007 kl. 13:42
Hann Eyjólfur blessaður var bara ekkert að hressast og því ekki á vetur setjandi
Guðmundur Ragnar Björnsson, 29.10.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.