Villi og Björn ætla ekki að rannsaka sjálfa sig

Öll þessi umræða um þennan blessaða stýrihóp er held ég að enda úti á túni. Næstu fréttir verða eflaust að þetta fari fram eins og yfirheyrslur hjá Bandarískri þingnefnd í beinni á báðum stöðvum. Ætla amk að vona að ef að út í slíkt fer að menn missi sig ekki út í McCarthyisma og stundi pólitískar nornaveiðar. Efast ekki um að Svandís Svavarsdóttir gæti tekið sig vel út í slíku en held að það verði engum til gagns. Það sem skiptir máli er að vel verði að verki staðið og samrunaferlið skoðað með hagsmuni Orkuveitunnar og borgarbúa að leiðarljósi.

Mitt mat er það að útrásarfyrirtæki sem ætla að berjast á opnum samkeppnismarkaði ættu ekki að eiga nema í mesta lagi 10% í almenningsveitum sem ætti að vera nægilegt til að tryggja þeim aðgang að þeirri þekkingu sem nauðsynleg er. Það að leggja stærri hluta í almenningsveitunum undir í útrásarævintýrum er óráðlegt. Þegar fyrirtækin eru komin á markað er engin leið að stjórna því í hvaða höndum þau lenda og því er betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.


mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband