Munu himnarnir hrynja?

Nú styttist í að stíflan fyllist. Hvar eru hamfaraspámennirnir núna þegar stundin nálgast? Eru þeir enn að reikna kannski?
mbl.is Áframhaldandi tafir á Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttin sem þú vísar í gefur reyndar til kynna að stundin er fjarlægari en hún átti að vera síðast þegar henni var seinkað. Sumir munu reikna já, bæta við tap landsvirkjunar á framkvæmdinni út af greiðslu þeirra til álversins sem er ónotað á hafnarbakka.

Gunnar Geir Pétursson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er ekki það eina sem er í fréttinni. Þar kemur einnig fram að stíflan er nánast full sem samkvæmt sumum hamfaraspámönnum átti ekki að takast. Hrun stíflunnar með tilheyrandi flóðbylgjum var söngurinn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.9.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Hafþór og samúðaróskir vegna helgarinnar. Bregðast nú bæði Fimleikafélagið og Púllararnir. Kíktu á linkinn hér að neðan. Þar kemur einmitt fram að fjölmargir hafi haldið því fram að stíflan myndi gefa sig við fyllinguna og því hafi Landsvirkjun fengið erlenda sérfræðinga til að bakka sig upp. 

http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=423&ArtId=1422

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.9.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband