Stjórnarsáttmáli Framsóknar ó fyrirgefið, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Þessi stjórnarsáttmáli er nú fremur þunnt plagg sem hægt er að toga og teygja í allar áttir. Það eina sem er ljóst að það verður haldið áfram á sama hátt og áður og það eina sem breytist er að nú er það Samfylkingin sem er meðreiðarsveinn Sjálfstæðismanna en ekki Framsókn. Eflaust geta Samfylkingarmenn lesið eitthvað af eigin stefnumálum út úr þessu með góðum vilja en það verður erfitt að koma málum fram á grundvelli þessa sáttmála. Hvar er til að mynda stóriðjuhléið margumtalaða? Björgvin G. lofaði landsmönnum að þeir yrðu áþreifanlega varir við að fá Samfylkinguna í stjórn en mín spá er sú að enginn muni taka eftir neinu og Samfylkingin verði komin niður í léttvínsfylgi innan tveggja ára. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nú reynir á flokkana. Annars er ég mjög sáttur við þennan díl.

Annars, ertu ekki ættaður frá Akureyri? Það væri gaman að hittast hér við tækifæri ef þú kemur í bæinn. Annars skaltu endilega senda mér póst eða hafa samband ef svo gerist. Það er alltaf gaman að spjalla yfir kaffibolla.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.5.2007 kl. 01:57

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú ert varla ósáttur við það Guðmundur að ný ríkisstjórn ætli að halda áfram þeim góðu verkum sem fyrri ríkisstjórn lagði grunninn að. Skiptir nafn flokkana meiru máli hverjir eru í stjórn en stefna þeirra?

Ágúst Dalkvist, 24.5.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Stefán. Það er rétt að ég á ættir að rekja frá Akureyri. Væri gaman að hittast þegar maður ætti næst leið um. Verð í bandi með það.

Ég er ekki ósáttur með það að haldið sé áfram á svipaðri braut. Það kemur mér hinsvegar á óvart að orðalagið sé svo loðið og teygjanlegt að bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Pétur Blöndal séu ánægð með stjórnarsáttmálann. Þá veltur mikið á endanlegri útfærslu hvers ráðuneytis og það er þá sem ég fer aðeins að efast um útkomuna. Held að ég hafi annars séð Pétur Gunnars vísa í það að það sé alveg sama hvaða flokkar séu í stjórn, Framsóknarstefnan sé alltaf ofaná. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.5.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband