16.5.2007 | 14:00
Útstrikanagleði í Reykjavík suður
Mikið hefur verið rætt um útstrikanir í Reykjavík suður og þá helst í tengslum við Björn Bjarnason. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er það hve fáar útstrikanir Jónína Bjartmarz fékk. 50 útstrikanir eða 2,36% af atkvæðum Framsóknar höfðu útstrikanir með nafni Jónínu. Eftir darraðardans undanfarinna vikna átti maður von á öllu meira af slíku.
Í þessu samhengi er rétt að benda á að Kolbrún Halldórsdóttir var strikuð út á 3,56% atkvæða VG. Ekki sat hún nú undir neinum árásum eins og Björn og Jónína. Greinilegt að sumir þurfa lítið að hafa fyrir því að afla sér óvinsælda.
![]() |
Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.