Kannanir og fylgisflakk

Var að horfa á fréttir Stöðvar 2 áðan og sá "nýju" könnunina þeirra. Mér finnst það ótrúlega slakt hjá opinberri stofnun eins og Félagsvísindastofnun að láta taka sig í svona vinnubrögðum. Fyrst er valið úrtak uppá 2400 manns og náð í 64% þeirra á fimm daga tímabili. Vönduð vinnubrögð og eflaust sæmilega hægt að marka fylgið en kannski erfitt að spá í þróunina þegar notað er svona langt tímabil skömmu fyrir kjördag þegar fólk er óðum að gera upp hug sinn. 

Könnunin var hinsvegar svolítið flopp þegar hún kom síðan út í gærkvöldi, rétt á hæla könnunar frá Gallup þar sem Framsókn hafði tekið mikið stökk uppá við milli daga. Þetta stökk var afar lítið í könnun Félagsvísindastofnunar og því lyktaði könnunin svolítið af því að vera orðin úrelt fyrir birtingu. Auðvitað er það súrt í broti að vinna mikla og góða könnun þegar hún er síðan úrelt en viðbrögð Félagsvísindastofnunar eru auðvitað kolröng. Í stað þess að einbeita sér að því að vinna könnun morgundagsins betur er rokið í að bæta við úrtakið 300 manns og klippa fyrstu þrjá dagana af könnuninni í tilraun til að uppfæra könnunina. Það vita það nú flestir sem eitthvað hafa haft með tölfræði að gera að ef eitthvað á að vera að marka niðurstöðuna þá þýðir ekki að rugla í úrtaksmenginu eða breyta um aðferðafræði eftir að könnunin er hafin. Ef rétt er farið með þá er úrtakið 1700 manns af hverjum 300 eru frá í dag væntanlega en hinir 1200 frá mánudegi og þriðjudegi. 

Auðvitað þýðir þetta ekki endilega að það sé miklu meira að marka Gallup kannanirnar en þeir hafa þó allavega aðferðafræði sem þeir halda sig fast við og ætti því að gefa áreiðanlegri niðurstöður.

Gallup mælir Framsókn um helgina í 7,6% með 950 manna úrtaki og 62% svarhlutfalli, þar sem 80,9% nefndu flokk. Sunnudag til mánudags mælist fylgi Framsóknar 9,8% í 1150 manna úrtaki og 63,7% svarhlutfalli, þar af nefndu 86% flokk. Mánudag til þriðjudag mælist fylgið 14,6% í 1048 manna úrtaki og 64,1% svarhlutfall, þar af nefndu 86,6% flokk. Þriðjudag til miðvikudag mælist síðan fylgið 13,6% í 1097 manna úrtaki með 64,2% svarhlutfalli og þar af nefndu 89,5% flokk. 

Af þessu má ljóst vera að um leið og óákveðnum fækkaði þá jókst fylgi Framsóknar og reyndar líka Samfylkingarinnar. Sveiflan er því ekkert óeðlileg að því leyti. Það er löngu vitað að kjósendur Sjálfstæðisflokksins og VG eru flokkshollir og gefa óhikað upp afstöðu sína á meðan miðjuflokkarnir ná fyrst sínu fylgi skömmu fyrir kosningar. Fylgi D og V minnkar ekki tölulega séð í könnununum heldur hlutfallslega þegar fleiri taka afstöðu.

Nú verður mikill kannanadagur á morgun og nóg að spá og spekúlera í og allt virðist vera opið ennþá. Það verður spennandi að sjá hvort að mínir menn skríða upp fyrir 15% á morgun og ef ekki þá, þá amk. á laugardag, þegar loksins kemur könnun sem ekki þarf að véfengja eða spá í úrtökum.

Árangur áfram og ekkert stopp 


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er allavega ástæða til að takmarka þetta. Myndi líka gera síðustu vikuna enn meira spennandi því að það er þá sem stór hluti kjósenda tekur afstöðu og fylgið breytist hratt.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.5.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband