9.5.2007 | 15:09
Kraftaverkin gerast enn
Þessu hefði maður ekki trúað fyrir tveimur mánuðum síðan að Framsóknarmenn væru að nálgast kjörfylgi og komnir upp fyrir VG. Minnir að munurinn hafi verið nærri 22% á milli flokkanna. Óákveðnum fer fækkandi og því ætti að vera eitthvað að marka þetta en maður veit jú aldrei. Enginn hefur komist á þing í gegnum skoðanakönnun. Eitthvað virðist fólk vera farið að sjá í gegnum eineltið sem Framsókn hefur þurft að þola að undanförnu og búið að átta sig á að þarna fer flokkur sem hefur hagsmuni lands og þjóðar í öndvegi. Nú er bara að spýta í lófana og ná 20% markinu. Allt er hægt með svona byr í seglunum.
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Sigurððson er traustur og stefnufastur sem kjósendur kunna að meta. Þá hefur
honum tekist að sameina flokkinn, og er að uppskera samkvæmt því. - Með sama
áframhaldi náum við 20% á kjördag. Ekki spurning, enda vinstraliðið á hröðum
flótta og í upplausn.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 15:49
Hmm Hafþór minn
Held að það ætti að fara að taka ykkur vélamennina í smá tölfræði. Vikmörkin voru +/- 2,7% og fylgið fór úr 8,6 uppí 14,6%. Það er aðeins meira en svo að hægt sé að skýra það með vikmörkum og því er þessi fylgisaukning staðreynd. Könnunin í dag sýnir síðan svo að ekki er um villst að sveiflan er með Framsóknarmönnum á lokasprettinum eins og forðum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.5.2007 kl. 15:02
Það er reyndar ekki alveg rétt heldur með farið hjá mér. Vikmörkin eru 2,7% í könnuninni með 14,6 prósentin en eru mun lægri í 8,6 prósent könnuninni, trúlega nálægt 1,8%. Það er því hægt að sanna með 99% öryggi að fylgið er amk. farið 1,5% uppávið. Reyndar mætti með sömu rökum og þú heldur fram segja að fylgið hafi farið úr 7% í 17,3%. Þá værum við að tala um alvöru kombakk.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.5.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.