Hvað verður svo starfslokasamningurinn hár?

Ætli það verði nokkuð gefið upp annars. Gæti komið sér illa fyrir Bjarna ef hann stefnir á frama í "Jafnaðarmannaflokknum" Samfylkingunni eins og einhverjir hafa giskað á. Held að Bjarni væri ósannfærandi í því að reyna að koma þeim boðskap á framfæri að það þurfi meiri jöfnuð í þjóðfélaginu. Hann hefur eflaust staðið sig vel í starfi en sumir launaseðlarnir hafa verið í hróplegu ósamræmi við aðra þjófélagsþegna. Hætt við að klykkt verði út með smá klinki. 
mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Hann Bjarni gæti kannski byrjað á því að deila með okkur hinum aurunum sínum og síðan boðað fagnaðarerindið, þ.e jöfnuð.

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 1.5.2007 kl. 08:39

2 identicon

Hvað svo sem Bjarni mun fá þá á hann skilið hverja einustu krónu. Annað enn sumir.

Pétur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Snorri Hansson

Við eigum ekkert að vera að fíla grön yfir tekjum þessara ofurríku. Mér finnst þeir punta uppá.

Snorri Hansson, 1.5.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ætli Bjarni hafi ekki verið látinn taka pokann vegna þessara gælna við Samfylkinguna og eins og fyrir að hóta því að aflétta launaleyndinni. Stjórnarmenn bankans hafa trúlega ekki verið hrifnir af því.

Haukur Nikulásson, 1.5.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gaf starfslokasamningurinn ekki kappanum 900 milljónir eða eittvhað í þá áttina.

Ég er ekki övundsjíkur útí Bjarna, mér finnst hann hafa staðið sig með eindæmum og á sjálfsagt hverja krónu skilið.

Sigfús Sigurþórsson., 2.5.2007 kl. 08:32

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er allavegana ekki launaleynd hjá Bjarna mv þessar fréttir!

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband