13.4.2007 | 07:48
Maskirovka?
Það hefur ekki talist vænlegt til árangurs hingað til að auglýsa byltingatilraunir í fjölmiðlum. Þetta gæti hinsvegar verið ný aðferð að hóta byltingatilraunum til að koma róti á stjórnvöld heimafyrir. Hef reyndar grun um að Boris sé í blekkingaleik (sbr. yfirskrift). Ef maður hrópar úlfur úlfur nógu oft þá hætta menn að trúa á það og það gæti gert eftirleikinn auðveldari fyrir Boris og félaga í að hrekja Pútín frá völdum.
Berezovsky segist vera að undirbúa byltingu í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef ætíð borið virðingu fyrir Pútín. Hann kom á mikilvægum stöðugleika í Rússlandi
og hefur verið að koma Rússum á lappir í efnahagslegu tilliti. Rússar eru vanir
sterkum leiðtoga og hafa verið hepnir með Pústín.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2007 kl. 17:14
Upphaflega fannst mér Pútín góður kostur og maður til að koma á stöðugleika í Rússlandi. Hann hefur staðið sig vel en á seinni árum er eins og að hann grípi til gamalla KGB bragða til að klekkja á andstæðingunum. Það sem á hinsvegar eftir að endanlega skrifa lokakafla hans í sögunni er hvernig hann skilur við sig. Mun hann beita öllum brögðum til að koma skósveinum sínum í forsetastólinn eða dregur hann sig í hlé eins og stjórnskörungi sæmir.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.4.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.