Vopnaglamur í Washington

Greinilegt að Sámur frændi er alltaf tilbúinn að hjálpa og ráðleggja í viðkvæmum málum. Þetta er eins og að hafa Kio Briggs í bakhöndinni þegar rætt er við ódæla skuldara. Annars ættu Bretar varla að þurfa ráðleggingar frá Bandaríkjmönnum um hvernig ætti að leysa málið því þeir hafa eflaust leyst hundruð deilumála flóknara þessu síðustu aldirnar. Það má heldur ekki gleyma því að Bretar fundu jú upp það sem kallaðist "Gunboat diplomacy" sem efnislega er það sama nú til dags og að halda heræfingar rétt við landsteina viðkomandi ríkis. Þeir ættu því manna best að vita hvenær slíkra aðgerða sé þörf og hvenær ekki. Spurning hvort að þeir eigi einhverja góða menn aflögu til að senda til Washington að halda nokkra fyrirlestra í hvernig eigi að reka góða alþjóðapólitík. Ekki myndi kananum veita af smá upprifjun í gamaldags Viktoríanskri utanríkisstefnu. 
mbl.is Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bandarísk utanríkisstefna hefur ætíð verið mjög grunnhyggin svo ekki sé meira
sagt! Sem betur fer er bandariskur her ekki lengur á Íslandi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.4.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband