Bréf Þjórsárbænda til einskis???

Er ekki öllum ljóst að það að draga virkjun Þjórsár inní íbúakosningar í Hafnarfirði var tóm vitleysa. Hafnfirðingar voru aldrei að kjósa um verndun neðri hluta Þjórsár því þessir virkjunarkostir munu verða nýttir fyrr eða síðar. Að vísu kom síðar í ljós að bréfið var einungis undirritað af tveimur aðilum sem eiga land að Þjórsá og að flestir ábúenda yrðu virkjunum fegnir þvi það myndi þýða betri landnýtingu.

Svona er lýðskrumið á Íslandi í dag. 


mbl.is Fornleifarannsóknir vegna nýrra virkjana í Þjórsá hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bíðum við: þú kveðst vera sagnfræðingur.

Nú á eftir mínum kokkabókum að gera þá kröfu til sagnfræðinnar að hún skýri söguna út frá sem flestum og sem mest hlutlausum sjónarhóli ef e-ð á að marka hana. Ertu að gefa í skyn að það sé lýðskrum þó tekin séu önnur sjónarmið inn í umræðuna en álbræðslumenn vilja? Mér finnst að við verðum að sýna varkárni og ekki fullyrða um of.

Kannski að Landsvirkjun verði að taka nú tillit til mun fleiri þátta þegar um framtíðaráform LV er að ræða. Ekki dugar að virkja eins og mönnum sýnist á þeim bæ. Það var jú gert fyrrum á Íslandi þegar verið var að rafvæða sveitirnar og jafnvel enn í löndum þar sem fólkið býr við lélegt eða jafnvel ekkert lýðræði.

Nú er land að verða verðmætara og það ber að sýna fyllstu varkárni varðandi þessa sérstöku landnýtingu að hafa uppistöðulón sem stært og flest. Þegar í byggðina kemur þá verður að líta á að þeir Landsvirkjunarmenn eru komnir niður af hálendinu.

Mætti benda sagnfræðingnum á, að nú selst fermetri lands á allt að 200.000 krónur! Það mun vera gott kýrverð ef ekki tvö miðað við mat ríkisskattstjóra!  Dýr myndi Hafliði allur - Dýrari verða lönd sunnlenskra bænda og annarra landeigenda!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2007 kl. 16:55

2 identicon

Þarna erum við þó sammála...

þessi kosning hafði ekkert með Þjórsárver að gera.. en það gæti nú samt farið svo samkvæmt mínum upplýsingum frá innanbúðarmanni Landsvirkjunar að þetta gæti þýtt minnkun um 1 virkjun.. sem sagt 2 en ekki 3. En ég segi bara gæti...

Kær kveðja..

Björg F (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Guðjón

Vonandi ert þú hættur að spamma allt og alla. Þínar kokkabækur segja þér eflaust margt og mikið en hef ég einhversstaðar sagt að ég sé að skrifa sagnfræðirit hér? Það sem ég átti við með lýðskrumi var að dreifa bréfi frá tveimur landeigendum og 21 öðrum íbúa svæðisins í hús rétt fyrir kosningar í Hafnarfirði og telja fólki í trú um að það hefði einhver áhrif á framtíð Þjórsár.

Hvar þú færð fermetra lands á 200.000 krónur væri ég spenntur að vita því ég var að kaupa íbúð á 200.000 krónur fermetran og hún er meira að segja byggð. Allir hugsandi menn sjá það í hendi sér að ef einhver virkjun er hagkvæm á Íslandi þá eru það þessar þrjár virkjanir í Þjórsá sem nýta þær miðlanir sem fyrir eru. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Hag Hafnarfjarðar bárust frá einum landeiganda munu virkjanirnar þvert á móti leiða til þess að landnýting hjá bændum við Þjórsá batnar og hundruð hektara vinnast. Samkvæmt þessu ættu bændurnir kannski að greiða Landsvirkjun fyrir greiðann.
 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já,,, Svona er lýðskrumið á Íslandi í dag. 

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband