Ögrun á ögrun ofan

Ahmadinejad veit svosem fyrir víst að hann myndi sigra ef Bandaríkjamenn réðust inn í Íran. Hann hefur því ekkert að óttast. Ef fólk heldur að Írak sé erfitt mál þá ætti það að ímynda sér tvöfalt fjölmennari þjóð í þrefalt stærra ríki fullu af fjöllum. Síðan megum við ekki gleyma því að Íranir eru mun trúaðri en Írakar þannig að það verður enginn vandi fyrir Ahamadinejad að lýsa yfir heilögu stríði. Þetta verður líkt og Afghanistan bara á stærri skala.

Er ekki gáfulegra að koma á samningaviðræðum og leysa þetta þannig heldur en að vera endalaust að skrölta með sveðjunum. Mér finnst samningatækni Bush stjórnarinnar orðin ansi einhæf uppá það síðasta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sammála þér Guðmundur, við meigum ekki gleyma því að það er búið að leggja mikið í að reina samninga viðræður, sjálfsagt ekki nóg. Öryggisráðið sem alsekki vill innrás er hinsvegar að verða uppiskroppa með von og hugmyndir. Auðvita vona allt heilbrigt fólk að samningar náist, en hefur þú trú á að EINHVER ná "samningum" við Mahmoud Ahmadinejad forseta? ég vona að það rætist úr þessu en hef enga trú á samningar náist nema algjörlega sé fari eftir hanns vilja, og það vill ábyggilega enginn.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hann er eflaust ekkert áfjáður í að semja. Það að hafa ógnun að utan í formi USA er það sem tryggir honum áframhaldandi völd. Fólk gleymir því hvað það hefur það skítt heima fyrir ef hægt er að benda á að það sé hætta á innrás. Held til að mynda að okkur væri skítsama um umhverfismál ef við byggjum við þær aðstæður að Grænlendingar hótuðu innrás með óvígum her. Það væri annað sem kæmi fyrr í forgangsröðuninni.

Spurningin er hvort að það kemur honum frá völdum að semja við hann á hans kjörum. Ég er ekki hrifinn af kjarnorkuvopnum í höndum Shítaklerka eða annara sem eiga það til að hugsa órökrétt, þar með talinn Bush. Held að viðskiptaþvinganir og það að fá Rússana til að beita þrýstingi gæti hugsanlega liðkað fyrir lausn á þessu.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.3.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband