Konur og (R)allgírinn

Þetta minnir mig á einn sígildann brandara um konuna sem var búin að koma bíl sínum á góðann skrið en taldi að þörf væri á að bæta enn í. Sá hún sér til mikillar gleði að hún átti einn gír til góða en á honum stóð R. Stóð ekki á því að hún skellti drossíunni í Rallgírinn með þeim afleiðingum að gírkassinn hrundi.

Annars finnst mér stundum að það ætti að gera á þessu rannsókn. Eru konur virkilega lélegri í að bakka bifreiðum eða er þetta bölvuð vitleysa í okkur karlrembunum? Konan mín sem er að öllu leyti hinn ágætasti bílstjóri og hefur ekið óhappalaust í ein 9 ár, á það til að fara alveg í kerfi þegar að því kemur að bakka. Það er eitthvað við blessaðann bakkgírinn sem veldur henni óþægindum og gerir jafnvel úr henni taugahrúgu. Ég sá hinsvegar lausn á þessu vandamáli í Ophru um daginn því þar var kynnt kerfi sem gat bakkað bíl í stæði og það eina sem bílstjórinn þurfti að gera var að stíga hóflega á bensínið. Einfalt, þægilegt og öruggt.

Vona bara að bíllinn hafi verið í KaskóWhistling


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já konur eru betri í öllu nema meta muninn á hægri og vinstri og svo treysta þær auðvitað ekki speglum

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessu og fannst sannarlega munur á getu kvenna og karla ða þessu leiti. Ef ég man rétt þá hafði þetta með getuna til að færa umbreyta myndum í huganum. Þ.e. úr tvívíðu í þrívíðar myndir og svo að geta snúið korti í huganum.

Við þetta verkefni að bakka í stæði þá þarf að snúa myndini við í huganum og ef bakkað er eftir spegili þá þarf að snúa henni við OG spegla henni þannig að hugurinn geti unnið úr myndinni og áttað sig á hvaða áhrif okkar aðgerðir hafa á verkefnið.

En þetta er mjög einstaklingsbundið, til dæmi um konur sem bakka auðveldlega eftir spegli og karlmenn sem geta ekki bakkað bíllengd skammarlaust.

Þetta eru einhverjar leifar af frumveiðimanninum sem gat gert sér í hugarlund veiðislóð og lýst henni fyrir öðrum og myndgert í huganum. Alveg eins og konur geta tekið eftir 30 hlutum samtímis með því að líta í kringum sig og lagt þetta á minni. Þá getum við strákarnir ekki fyrir okkar litla líf munað hvar við lögðum frá okkur sokkana.

Júlíus Sigurþórsson, 11.3.2007 kl. 08:30

3 identicon

Jæja...

undirrituð er nú reyndar kona mælandas og vil ég undirstrika það að ég hef verið tjónalaus í 9.5 ár!... annars þá vil ég líka taka það fram að mælandinn hefur sjálfur bakkað utan í bíl!!!!! og ef mér skjátlast ekki þá þarf maður að nota "R-gírinn" til þess.....

Og sá virðist fylgjast með án þess að viðurkenna það.. ætti að hætta að hneykslast yfir mér þegar ég er að horga á OPRUH! tjelling;)

Hildur Heimisdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er alveg sammála þér, auðvitað má gera góðlátlegt grín að staðalímyndum ... og ég var ekki búin að sjá færsluna þína. Las einhverjar síður þar sem mér fannst hraunð yfir stelpur ... og snökt, gömlu minningarnar rifjuðust upp! 

Held reyndar að innræting sé stærsta ástæða þess að margar konur halda að þær geti ekki bakkað í stæði eða nái árangri í stærðfræði. Það er munur á kynjunum en ég held að það tengist ekki ökuleikni. Bara siðum og venjum í þjóðfélaginu. En það er að breytast, held ég. Takk fyrir innlitið hjá mér

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 13:04

5 identicon

Já Guðríður, það er alltaf gott að vona. Ef kynin eru ólík, eins og flestir vilja meina, þá hljóta þau að vera ólík á fleiri sviðum en bara í útliti.

Úps, þarna flaug pólitíska rétthugsunin út um gluggann... silly me

Beethoven (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband