8.2.2009 | 18:46
Davíð og Jón Ásgeir neita að gefa eftir forréttindin
Davíð og Jón Ásgeir eru táknmyndir þess tíma sem nú er liðinn á Íslandi. Davíð er táknmynd hins spillta stjórnkerfis og Jón Ásgeir græðgisvæðingar og siðleysis í viðskiptalífinu. Þrátt fyrir að nánast engir vilji sjá þá lengur þá geta þeir ekki sleppt takinu og látið sig hverfa inn í sögubækurnar. Skynsamt fólk þekkir sinn vitjunartíma en þeir kumpánar ætla ekki að falla inn í þennan hóp og því munu þeir þurfa að verða bornir út úr sínum embættum.
Sjáið að ykkur og látið ykkur hverfa ellegar mun dómur sögunnar verða þeim mun harðari.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 10:51
Ef álver skila engu í þjóðarbúið hvað gerir það þá Indriði?
Grein Indriða Þorlákssonar um þjóðhagslega hagkvæmni álvera var góð fyrir margra hluta sakir. Ekki var farið offari með sleggjudómum eins og oft vill verða þegar menn skrifa gegn álverum. Hinsvegar má e.t.v. setja út á aðferðafræðina þar sem að nær eingöngu er lagt út frá því hvað skattar álversins í Straumsvík séu stór hluti þjóðarframleiðslu.
Ólafur Teitur Guðnason svarar grein Indriða skilmerkilega á heimasíðu Alcan á Íslandi www.riotintoalcan.is.
Þar dregur Ólafur fram eftirfarandi staðreyndir:
Búrfellsvirkjun er að fullu afskrifuð og skilar því öllum tekjum af rafmagni að frádregnum rekstrarkostnaði til LV.
Þegar tekjuskattur Ísal er borinn saman við önnur fyrirtæki þá er hann hærri en af öllum sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meira en fjórðungur af öllum tekjusköttum verslunarfyrirtækja á Íslandi. Þetta er allt spurning um samhengi.
Indriði hélt því fram að aðkeypt þjónusta innanlands í rekstri álvera væri hverfandi. 5,4 miljarðar voru greiddir til innlendra verktaka og þjónustuaðila árið 2008 af rekstri Ísal. Ólafur Teitur nefnir að fyrir þessa upphæð megi reka: ,,Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann á Akureyri. Eða allt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, með ríflegum afgangi fyrir nokkur sýslumannsembætti."
Fyrir utan þetta sem Ólafur bendir á þá hef ég grun um að þjóðarframleiðslan árið 2007 sé ekki góður mælikvarði á verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Líklegra er að þetta sé pappírsvelta sem við munum öll þurfa að greiða fyrir á næstu árum og áratugum. Held að það verð ágætt að eiga von á +7 miljörðum á ári inn í þjóðarbúið þegar þeir tímar renna upp.
1.2.2009 | 23:08
Logandi bloggheimar
Henrý Þór hittir naglann á höfuðið með teiknimynd sinni.
http://henrythor.blogspot.com/2009/02/skripo-010209-helvitis-andskotans.html
31.1.2009 | 09:13
Minnihlutastjórnir og hlutverk stuðningsflokks
Það er nokkuð ljóst að fólk á Íslandi er ekki vant því að hafa minnihlutastjórnir við völd. Hér eru menn vanir að tveir formenn tali saman og allt sé klappað og klárt. Svona hefur það verið síðan Davíð og Jón Baldvin sigldu til Viðeyjar forðum daga. Vel að merkja sá hinn sami Jón Baldvin sem ekki virðist hafa komið nálægt neinni stjórnvaldsákvörðun síðustu 30 árin á Íslandi ef hann er spurður í dag.
Ef að einhverjir muna eftir stjórnarmyndunarviðræðum á níunda áratugnum þá var heldur betur annað upp á teningnum. Langdregnar viðræður 3 eða fleiri flokka þar sem kröfum var sífellt breytt á milli funda og jafnvel þurftu Framsóknarmenn á stundum að ræða við samstarfsflokkana hvorn fyrir sig.
Minnihluta mynstrið er þekkt frá Norðurlöndunum og ég minni á að Danski Þjóðarflokkurinn hefur stutt minnihlutastjórn Anders Fogh í nærri 10 ár. Á þeim bænum fara stjórnarmyndunarviðræður þannig fram að Venstre og Konservative koma sér saman um málefnasamning og síðan er samið við Þjóðarflokkinn um um þau mál sem sá flokkur vill koma í gegn.
Það hefur alltaf legið skýrt fyrir hvað það er sem Framsókn vill koma í gegn þannig að ef þingflokknum finnst tillögur Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna (Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á nýrri kennitölu) ekki nógu skýrar þá treysti ég þeim alveg til að meta það. Það er kýrskýrt að þar sem að stjórnin hefur aðeins 90 daga þarf að samþykkja þau lög sem þarf til í byrjun og nota restina af tímanum til að framkvæma þau og reyna að koma þjóðfélaginu í gang á ný.
Er ekki skynsamlegra að spara tíma núna og sleppa því að þvaðra um málið í nokkrar vikur á þinginu? Það verður trúlega nægilegt málþóf frá Sjálfstæðisflokknum sem er þegar búinn að ræsa skítadreifarana og rógberana sína. Það að Samfylkingin sjái sig tilneydda til að ræsa sína skítadreifara og rógbera (sem eru búnir að vera uppteknir við að hamra á sjálfstæðismönnum) er frekar skrýtið. Ekki ætlast fólkið til að geta haldið því áfram sem að það var að stunda í síðustu ríkisstjórn að styðja hana frá 8-4 en blogga svo á kvöldin og á nóttunni á móti stjórninni.
Þá held ég að Framsókn og VG ættu bara að láta Samfylkinguna skríða aftur til Sjálfstæðisflokksins og láta þessi hjónakorn ráða fram úr sínum skrautlega skilnaði.
Ég hélt að meiningin væri að stunda heiðarleg, málefnaleg og skilvirk stjórnmál en ekki að stunda rógburð og meiðyrði. Ég er ekki tilbúinn að búa á Íslandi ef að þetta á að vera svona áfram.
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 21:19
Steingrímur og Bjarni Ben á leynifundi
Hef það eftir heimildum innan VG að Bjarni Ben rói að því öllum árum að fá VG með sér í stjórn fram að kosningum. Með því nái Bjarni að slá tvær flugur í einu höggi. Hann nær afgerandi forskoti á Þorgerði í formannsslagnum og Samfylkingin verður úti í kuldanum. Hann á jafnvel að hafa gengi svo langt að lofa Steingrími Forsætisráðuneytinu sem að Steingrímur er væntanlega ekki fráhverfur. Nú er spurning hvort að Steingrímur stekkur frá borði á síðustu stundu.
Það skal tekið skýrt fram að þetta er uppspuni frá rótum í anda annara flugufregna sem fljúga um bloggið þessa stundina.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 20:17
Það væri auðvitað stórhættulegt að snúa frá hægri öfgastefnunni!!!!!!
Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 12:10
Greinilegt að fylgið er á fallandi fæti hjá Samfó. Björgvin fórnað.
Ingibjörg hefur séð að til róttækra aðgerða þyrfti að grípa til að flokkurinn þurrkaðist ekki út. Að hafna biðlaunum er síðan ísingin á kökuna til að gera sjálfstæðismönnum erfitt fyrir að halda Davíð í Seðlabankanum og Árna í fjármálaráðuneytinu. Það má segja að samfylkingin hafi lagt gambít fyrir sjálfstæðismenn. Bíti þeir ekki á þá eru þeim flestar bjargir bannaðar.
Það má hinsvegar segja um Ingibjörgu að hún er tilbúin í að gera hvað sem er til að halda stjórninni saman fram að kosningum. Mannfórnir eru þar á meðal.
Það er á ýmsu von í dag þannig að maður bíður spenntur.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 19:16
Fjölmiðlafókus
Eins og áður eru fjölmiðlarnir orðnir uppteknir af nýjasta nýju í stað þess að einbeita sér að aðalatriðum. Auðvitað óska ég Geir og Ingibjörgu góðs bata og gengis í þeirra persónulegu baráttu. Þau eru hinsvegar ekki einu Íslendingarnir sem kljást við krabbameinsdrauginn eða önnur vandamál af sömu stærðargráðu. Hinsvegar eru veikindi þeirra ekki aðalatriðið heldur hvernig við sem þjóð komumst áfram uppúr þeim drullupytt sem að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komið okkur ofaní. Ég skil mótmælendur vel að þeir ætli ekki að hætta mótmælum. Það er ekki kominn fastur kosningadagur. Seðlabankastjórn situr enn og Fjármálaeftirlitið er enn óbreytt. Ríkisstjórnin situr líka ennþá og því varla nema hálfur sigur unninn.
Miðað við orð Þorgerðar Katrínar fer sjálfstæðisflokkurinn í kosningaham og hreinsar kannski til í seðlabanka og fjármálaeftirliti til að fríkka uppá gamla líkið. Hinsvegar munu engin ný andlit birtast í forystunni því grasrótin í sjálfstæðisflokknum hefur ekki kjark eða kraft til að krefjast verulegra breytinga. Smá smink verður því látið duga en mér segir svo hugur um að það muni falla illa í kramið hjá kjósendum. Klofningsframboð til hægri munu því eiga hægt um vik að ná sér í talsvert fylgi.
Ingibjörg Sólrún komin heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 17:32
Sigmundur tekur frumkvæðið
Það er ekki að spyrja að Sigmundi. Nú verður brett upp ermar og verkin látin tala. Dáðleysi ríkisstjórnarinnar verður meira hrópandi með hverjum deginum og almenningur lætur ekki bjóða sér þetta lengur eins og sést á mótmælum gærdagsins. Ástandið býður ekki upp á meira hik eða lengri umhugsunarfrest og það er jafnvel betra að taka ranga ákvörðun núna en að taka enga ákvörðun fyrr en í haust. Það er greinilegt að Sigmundur mun láta verkin tala og ekki hika við að fara óhefðbundnar leiðir.
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |