26.10.2009 | 16:09
Microsoft í arðráni?
Held að Microsoft væri nú nær að gefa Windows 7 í bætur til þeirra sem annaðhvort keyptu eða fengu með tölvum sínum Windows Vista.
Það má síðan spá í það hvort að Windows sé að leika sama leikinn og með Windows Millenium sem var algert rusl og koma síðan með betra stýrikerfi síðar sem að allir þurfa þá að kaupa.
Er alvarlega farinn að skoða það að setja Ubuntu í mína vél.
Windows 7 kostar um 20.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 21:53
Skítkastarafylkingin
Það er alveg klárt að hvergi á jarðríki hafa safnast saman fleiri skítkastarar og í Samfylkingunni. Málið er hinsvegar sama hvað Samfylkingin reynir að kasta miklum skít í allar áttir verður þetta alltaf sama samansafnið af skítkösturum sem eiga erfitt þessa dagana vegna þess að fleiri og fleiri sjá í gegnum nýju fötin keisarans. Það lagast allt í Evrópusambandinu verður innantómara með hverjum deginum.
Plan B framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 16:41
Eðlileg viðbrögð lögreglu
Eftir að hafa horft á myndbandið frá SaveIce þá sé ég engan vegin yfir hverju er verið að kvarta. Konan sýnir mótþróa við handtöku og lögreglumaðurinn stendur sig meira að segja bara vel í að yfirbuga hana á þann hátt að hún beri sem minnstan skaða af. Hvað heldur fólk að gerist þegar það hlýðir ekki fyrirmælum lögreglu? Að lögreglan biðji aftur og segi plíííís? Lögreglan er vinsamlegast beðin um að fjarlægja þenna skríl af götunum svo að hann láti almenning í friði.
Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 20:39
Er fyrningarleiðin hættulegri litlum sjávarbyggðum en kvótakerfið?
Á undanförnum árum hafa litlir trillusjómenn getað valið tvær leiðir, að þrauka með því að treysta á ótryggan leigukvóta sem sveiflast í verði eða að skuldsetja sig upp fyrir rjáfur og það venjulega í erlendri mynt vegna hávaxtastefnunnar til þess að kaupa kvóta á fáránlegu verði. Verði sem bankarnir og LÍÚ hafa handstýrt til að fá sem allra mest veð út á stóru útgerðirnar.
Það eru ekki bara stórir kvótagreifar sem missa spón úr aski sínum heldur er fjöldi lítilla útgerða sem munu fara á hausinn, persónulegar ábyrgðir munu falla á sjómennina sem verða gjaldþrota fyrir það eitt að reyna að spila með kerfi sem að þeir réðu engu í. Hverjum finnst það sanngjarnt?
Það þarf að finna leið til þess að komast út úr kerfinu á þann hátt að hundruðir fjölskyldna sem hafa lagt allt sitt í að reyna að byggja upp einyrkjafyrirtæki komist út úr því aftur.
Það eru ekki bara stórir kvótagreifar sem missa spón úr aski sínum heldur er fjöldi lítilla útgerða sem munu fara á hausinn, persónulegar ábyrgðir munu falla á sjómennina sem verða gjaldþrota fyrir það eitt að reyna að spila með kerfi sem að þeir réðu engu í. Hverjum finnst það sanngjarnt?
Það þarf að finna leið til þess að komast út úr kerfinu á þann hátt að hundruðir fjölskyldna sem hafa lagt allt sitt í að reyna að byggja upp einyrkjafyrirtæki komist út úr því aftur.
5.6.2009 | 12:37
Rangfærsla
Rangfærslan er nú minni en hjá blessuðum Vísis mönnum. Hinsvegar er rétta upphæðin 6 biljónir dala eða 6 miljarðar síðast þegar ég gáði.
Rio Tinto og BHP Billiton gera samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 14:33
Meistarar í 18 sinn
Ekki fallegasti leikur sem United hefur spilað en það eru stigin sem skipta máli þegar öllu er á botninn hvolft. Nú er bara að undirbúa sig fyrir leikinn við Barca og taka hann með trompi.
Manchester United enskur meistari í 18. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 19:44
Gjaldþrotasérfræðingurinn tjáir sig um stöðuna
Auðvitað styður Hrannar gjaldþrotaleiðina. Hún skilar besta mögulega árangri. Þeir sem verða gjaldþrota tapa, bankarnir tapa, ríkissjóður tapar og lífeyrissjóðirnir tapa. Það liggur fyrir að það verður tap og eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst að orði þá snýst málið núna um að lágmarka tap, ekki um útgjöld. Jóhanna, Hrannar og félagar þurfa þess utan að klára þessar aðgerðir sínar með því að ráða inn tilsjónarmennina og starfsmenn á ráðgjafastofu heimilanna. Það er alveg sama hvað þau röfla mikið um að þessar aðgerðir dugi þegar enginn fær neina úrlausn af því að 6-12 mánaða bið er eftir afgreiðslu mála. Þangað til verður staðan eins og í Ástrík.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 20:55
Dæmið ekki klárað
Eins og Preben Ælkjer og Brian Laudrup orðuðu það svo skemmtilega þá "gik United ikke efter struben". Það segir allt sem segja þarf. Nú dugar Arsenal að skora eitt mark til að opna leikinn á Emirates upp á gátt.
Sanngjarn sigur Evrópumeistaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 14:07
Engin umsókn um ESB = svik við kjósendur Samfylkingarinnar
Þetta er kýrskýrt. Þjóðin vill skoða hvað ESB hefur upp á að bjóða. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 00:17
X við Breytingar
Framsóknarflokkurinn er flokkur sem vill breytingar og er einn fjórflokkanna sem að tekið hefur til í sínum ranni. Nýtt fólk hefur þurft tíma til að kynna sig fyrir kjósendum og hefur það gengið framar vonum. Nú er það undir kjósendum komið hort að þeir treysti nýju fólki í nýrri Framsókn til að vísa veginn út úr hruninu.
Lokaorð formanna til kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |