Á að fara aftur í fjallagrasafarið?

Fyrir kosningarnar 2007 virtist það eina sem að VG vildi gera í atvinnumálum var að fjölga fólki á listamannalaunum og efla fjallagrasatínslu. Síðustu mánuði hafa Katrín og Steingrímur komið fram eins og ábyrgir stjórnmálamenn en það er greinilegt að það eru ekki bara skynsamt fólk í VG. Þar er einnig fólk sem ekki hefur neitt jarðsamband.
mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kom í ljós fyrir hvað VG stendur, þeir eru á móti öllum hlutum, alveg sama hversu góðir þeir geta verið fyrir þjóðina. Vinstrimenn vilja bara eitt, þeir vilja ala upp skattpínt, aumingja þjóðfélag þar sem allir eiga að lifa á grasi og hundasúrum og helmingurinn á að lifa á ríkinu. Enginn má stóla á sjálfan sig - allir þurfa að fara á sama aumingjaplanið sem VG vill hafa okkur. Það er líka ljóst að VG hefur engar skynsamlegar hugmyndir, heldur neita þeir öllu með innantómu blaðri um allt og ekkert. Því fyrr sem Íslendingar átta sig á þessari vitleysu því fyrr lagast ásandið hérna. Eina leiðin til að losna við bullið er að kjósa aðra flokka en VG.

Nesi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:22

2 identicon

VG  hefur sömu hugmyndafræði og Miljöpartíið (græna partíið) í Svíþjóð. Þeir eru alfarið á móti kjarnorku kn . raforkuverum en samþykkja að raforka sé framleidd í verksmiðum sem eru knúnar með brúnkolum , samber í Póllandi. Svíar kaupa raforku af dönum ,(koladrifið), en búnir að loka kjarnorkudr raforkuverum sjálfir. Það er ekkert í höfðinu á þessu fólki.

Ein tillaga frá þeim í þinginu var, að allir ríkisborgarar í Svíþjóð ættu að fá svokölluð " ríkisborgaralaun " hvort sem fólk ynni eða ekki.

Ekki yrði ég hissa þótt VG væri með svipaða tillögu í býgerð. Að kjósa þennan flokk er sjálfsmorð.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Því miður er VG ekki með hugann við það að skapa störf sem að fólkið er tilbúið að vinna við. Ferðaþjónustan er fín útaf fyrir sig en lang flest störf í ferðaþjónustunni eru illa borguð og árstíðabundin. Auðvitað er hægt að bæta þar úr en svo er líka hitt að Boeing verksmiðjurnar eru að fara að draga verulega úr flugvélaframleiðslu sem að þýðir ekki nema eitt, að ferðamennska er að fara í sama samdrátt og fiskur ál og aðrar vörur og þjónusta. Þessi þvæla með egg í sömu körfu er ekki að standast. Samdráttur í heimshagkerfinu bitnar á kerfinu sem heild.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband