Undirskriftasöfnun Framtíðarlandsins farin út um þúfur?

Var forvitinn að vita hvernig undirskriftasöfnunin gengi og leit inn á Framtíðarlandið. 8749 undirskriftir komnar eftir meira en tvær vikur þar sem talsvert hefur verið auglýst í fjölmiðlum og mikill þrýstingur verið settur á alþingismenn.  Nú hef ég ekki heyrt um að nein markmið hafi verið sett en þetta hljóta þó að vera ákveðin vonbrigði fyrir forsvarsmenn samtakanna.

Svo að þessi tala, 8749, sé sett í samhengi þá eru þetta um 7,8% þeirra sem ætluðu að kjósa vinstri flokkana tvo og Íslandshreyfinguna samkvæmt síðustu Gallup könnun en það eru þeir flokkar sem flagga umhverfismálum hvað mest sem stefnumálum. Hvað varðar stærsta flokk umhverfisverndarsinna þá er fjöldinn einungis 16% af væntanlegum kjósendum VG.

Auðvitað verður að gera ráð fyrir að einhver hluti kjósenda flokkanna sé ekki nettengdur eða með nægilega tölvukunnáttu en það breytir ekki heildarmyndinni. Er þetta vísbending um að stærstum hluta kjósenda finnist umhverfismál bara hreint ekkert mikilvæg? Þýðir þetta að fylgi VG og Íslandshreyfingarinnar sé aðallega tilkomið vegna óánægju með aðra flokka en ekki vegna stefnumála þeirra?

Við spurningunum er auðvitað ekkert einhlítt svar en þegar sama ríkisstjórnin hefur setið í 12 ár er kanski ekki nema von að ákveðinn hluti kjósenda kjósi eitthvað allt annað til þess eins að breyta til. Spurningin er síðan þá hvort að það verði til góð eður ei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég renndi aðeins yfir listan með undirskriftunum og byrjaði náttúrulega á A-inu og fann fljótlega Andrés Önd... er hann kominn með atkvæðisrétt á Íslandi helvískur?

Einnig sá ég einhverja sem skrifuðu ekki fullt nafn heldur aðeins skírnarnafn. Þessi undirskriftasöfnun er bara flopp, fjöldinn er minni en tók þátt í Ómarsgöngunni. Atriðin þrjú sem fólk á að samþykkja með undirskrift sinni eru almenns eðlis og sjálfsagt geta flestir tekið undir þau, en þegar lesið er það sem neðanmáls er þá ómar undirliggjandi öfgakenndi umhverfis og and-álvers söngurinn.

Þessum undirskriftum átti sjálfsagt að veifa í kosningabaráttunni um "skíran vilja þjóðarinnar" stjórnarandstöðunni til tekna. Ég er ekki viss um að það verði gert með þessari þáttöku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Þessi undirskriftasöfnun var skyndiákvörðun gegn stækkun álvers að ég tel.

Sennilega hafa fæstir sem ætla að kjósa þessa flokka tölvuþekkingu, finnst það líklegasta skýringin á því hvað fáir skrifuðu undir, allavega skil ég ekki að nokkur heilvita maður kjósi þá hehehehe

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.4.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Bara að láta vita að ég er búinn að bæta þessum 700 sem fluttu til Hafnarfjarðar á okkar vegum á Framtíðarlandslistann. Skrítið samt að 350 þeirra heita Ingi B. Rútsson og 350 þeirra Jóhanna Dalkvist. 

Lárus Vilhjálmsson, 4.4.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það verður auðvitað að vera fullt jafnrétti í þessu Lárus. Ekki villtu fá Sóley Tómasdóttur á eftir þér í ofanálag.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.4.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband