Alcan og Kompásinn

Var að taka út Kompásþáttinn í sem sendur var í gærkvöldi. Miðað við það sem á undan er gengið var þetta framför hjá fréttamönnum Stöðvar 2. Hinsvegar má kanski setja út á efnistök þáttarins þar sem mesta púðrinu var eytt í að fjalla um starfsmannastefnu fyrirtækisins. Alcan hefur þá stefnu að starfsmenn sem sagt hefur verið upp þurfa ekki að vinna uppsagnarfrestinn öfugt við mörg önnur fyrirtæki. Þetta er í samræmi við kjarasamninga og því varla efni í að eyða nær hálfum þætti þegar hægt er að skoða það sem meira máli skiptir. Ekki var eytt neinum tíma í að kanna hvaða áhrif stækkun álversins og flutningur Alcans yfir í íslenskt skattkerfi hefur fyrir Hafnarfjörð. Þessi atriði ásamt umhverfis og atvinnumálunum er það sem þessar kosningar snúast um en ekki starfsmannastefna fyrirtækisins. 

Rannveig kom vel fyrir að vanda og svaraði skýrt og skorinort svörum fréttamanns sem og Ingi Rútsson. Fulltrúi Sólar í Straumi var meira að segja óvenju málefnalegur í sínum svörum enda þurfti hann að þessu sinni að standa fyrir sínu máli öfugt við áður.

Nú er vonandi að umræðan verði áfram á þessum nótunum þar sem fyrirsagnastílnum er sleppt og málefnin látin ráða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Guðmundur Ragnar gott innleg, Pétur gat samt ekki sagt sannleika varðandi lóð Alcans sagið að hún væri jafn löng og hún væri breið eftir stækkun hann veit betur. Samkvæmt teikningum ARKÍS 15. 1.2007 er lóð Ísal eftir stækkun mælikvarði um 1520m á lengd og um 920m á breidd ekki jafn löng og breið skeikar um 600m. lóði stækkar um 56% stækkun á lóð já 56%. Lóð sögð yfir 60% stærri en hún mun verða. Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 12.3.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já nú er bara að vona að það verði talað um það sem skiptir máli, leiðinlegt þegar umræðan er öll í head-lines. Ég bý ekki í Hafnarfirði og er því í vafa hvort ég sé sammála virkjun. En ef þetta væri í mínum heimabæ er ég nokkuð viss um að ég kysi með. En það er mjög mikilvægt að þessi kosning fari vel fram, fyrir framtíð íbúalýðræðis.

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband