9.6.2009 | 20:39
Er fyrningarleiðin hættulegri litlum sjávarbyggðum en kvótakerfið?
Á undanförnum árum hafa litlir trillusjómenn getað valið tvær leiðir, að þrauka með því að treysta á ótryggan leigukvóta sem sveiflast í verði eða að skuldsetja sig upp fyrir rjáfur og það venjulega í erlendri mynt vegna hávaxtastefnunnar til þess að kaupa kvóta á fáránlegu verði. Verði sem bankarnir og LÍÚ hafa handstýrt til að fá sem allra mest veð út á stóru útgerðirnar.
Það eru ekki bara stórir kvótagreifar sem missa spón úr aski sínum heldur er fjöldi lítilla útgerða sem munu fara á hausinn, persónulegar ábyrgðir munu falla á sjómennina sem verða gjaldþrota fyrir það eitt að reyna að spila með kerfi sem að þeir réðu engu í. Hverjum finnst það sanngjarnt?
Það þarf að finna leið til þess að komast út úr kerfinu á þann hátt að hundruðir fjölskyldna sem hafa lagt allt sitt í að reyna að byggja upp einyrkjafyrirtæki komist út úr því aftur.
Það eru ekki bara stórir kvótagreifar sem missa spón úr aski sínum heldur er fjöldi lítilla útgerða sem munu fara á hausinn, persónulegar ábyrgðir munu falla á sjómennina sem verða gjaldþrota fyrir það eitt að reyna að spila með kerfi sem að þeir réðu engu í. Hverjum finnst það sanngjarnt?
Það þarf að finna leið til þess að komast út úr kerfinu á þann hátt að hundruðir fjölskyldna sem hafa lagt allt sitt í að reyna að byggja upp einyrkjafyrirtæki komist út úr því aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.