9.5.2009 | 19:44
Gjaldþrotasérfræðingurinn tjáir sig um stöðuna
Auðvitað styður Hrannar gjaldþrotaleiðina. Hún skilar besta mögulega árangri. Þeir sem verða gjaldþrota tapa, bankarnir tapa, ríkissjóður tapar og lífeyrissjóðirnir tapa. Það liggur fyrir að það verður tap og eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst að orði þá snýst málið núna um að lágmarka tap, ekki um útgjöld. Jóhanna, Hrannar og félagar þurfa þess utan að klára þessar aðgerðir sínar með því að ráða inn tilsjónarmennina og starfsmenn á ráðgjafastofu heimilanna. Það er alveg sama hvað þau röfla mikið um að þessar aðgerðir dugi þegar enginn fær neina úrlausn af því að 6-12 mánaða bið er eftir afgreiðslu mála. Þangað til verður staðan eins og í Ástrík.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er einmitt sem ég hef alltaf sagt. Gjaldþrotaleiðin er besta leiðin til að dýpka kreppuna og auka tap allra.
Marinó G. Njálsson, 10.5.2009 kl. 01:13
Vandamálið er Marinó að það er enginn að horfa á hvað það kostar okkur að vera lengi í kreppu. Hvert ár sem að hún varir mun kosta óhemju fé, bæði fyrir ríkissjóð og heimilin.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.5.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.