Leiðtogadýrkun Samfylkingarinnar í nýjum hæðum

Að horfa á auglýsingarnar frá Samfylkingunni núna á lokasprettinum er hjákátlegt. Það er augljóst að Samfylkingin á enga aðra frambjóðendur sem eru traustsins verðir eða ekki blandaðir í spillingar og styrkjamál því að Jóhönnu er teflt fram sem eina frambjóðanda flokksins. Jóhönnu er teflt fram sem hinum sterka leiðtoga sem haldið getur flokksbrotahrúgunni saman og líka stjórnað landinu.

Jóhönnu hefur í gegnum árin verið lýst sem erfiðri í samstarfi sem er ekki beinlínis kostur sem að við þurfum í forsætisráðherra. Þá held ég að Steingrímur J standi henni langtum framar.

En hvaða lið er Jóhanna að draga með sér inn á þing? Í SV kjördæmi eru það Katrín Júlíusdóttir styrkjasérfræðingur, Þórunn Sveinbjarnardóttir sérfræðingur í að fæla burt erlenda fjárfestingu að ógleymdum snillingnum Lúðvík sem að bjó í svo ríku bæjarfélagi að hann hafði efni á að kasta frá sér miljarða fjárfestingu í Straumsvík sem væri í dag að skapa 2000 störf.

Er þetta fólkið sem að við viljum fá inn á þing í skjóli leiðtogans sterka?


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lest þú mína færslu og seygir mér bétur frá stefnumál Framsóknamanna gæti verið að ég kjósi ykkur á morun enn eitt er á hreinu, Hvað sem er annað heldur enn x við D eða x við Vg.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband