Sumir eru enn fastir í gamla tímanum

Ásta Ragnheiður sýnir þarna að hún hefur ekkert lært og að skóflustungupólitíkin er enn lifandi í Samfylkingunni. Seint læra sumir.
mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framkvæmdasjóður aldraðra myndast af nefskatti, sem allir skattgreiðendur verða að standa skil á. Í ár mun hann nema nærri 1,5 milljörðum króna ef að líkum lætur. Þetta fé hefur aldrei í öll þau ár, sem þessi skattur hefur verið við lýði, runnið til síns lögbundna hlutverks, því fjármálaráðherrar hvers tíma hafa verið gjarnir á að klípa af sjóðnum til gæluverkefna. Skv. þeim lögum, sem um sjóðinn gilda, skal þó allt fé sem í hann kemur renna til þess að reisa og reka sjúkra- og dvalarheimili fyrir aldraða, leiguíbúðir fyrir aldraðra og sambærilegra verkefna. Það á því enginn ráðherra rétt á að bregða sér í hlutverk jólasveinsins þegar fé úr sjóðnum er ráðstafað. Þar er einfaldlega embættisleg skylda þeirra, þótt eðlilegra væri að ráðstöfun fjár sjóðsins væri í höndum sérstakrar nefndar, þar sem landssamtök aldraðra ættu aðkomu að, ásamt fleiri hagsmunaaðilum.

Spólurokkur (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hárétt hjá þér Spólurokkur.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.4.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband