21.4.2009 | 22:18
Þetta miðar hægt og örugglega áfram á meðan Samfylking dinglar snörunni.
Fylgið þokast upp á við og Borgarahreyfingin er hástökkvari könnunarinnar enda ekki skrýtið því að með því að vinna á í síðustu könnunum þá er fólk farið að trúa á að 5% múrinn verði rofinn. Það skilar fylgi trúlega frá VG. Það er ekki ólíklegt að VG byrji sína klassísku niðursveiflu á síðustu metrunum eins og oft áður.
Sá þennan yndislega kosningaborða frá Samfylkingunni inni á Eyjunni. Þar voru Guðbjartur Hannesson og Helgi Hjörvar (verðmiði 2 miljónir). Þar á eftir stöfluðust kosningaloforðin um lánalengingar, lánafrystingar, lægri greiðslubyrði og ég veit ekki hvað. Það sem er verið að dangla fyrir framan kjósendur er ný nælonsnara með helmingi lengri kaðli en sú gamla sem þeir eru að hengjast í í dag. Það eina sem gera á fyrir fólkið er að hækka vaxta og barnabætur sem er auðvitað gott og blessað. Ekkert er talað um að höggva að rótum vandans heldur felst lausnin í að láta börnin klára að borga af skuldafangelsi foreldranna. Ég vil hvetja alla til að kíkja á þessa umfjöllun sem skýrir vel hvernig leið Samfylkingarinnar og VG fer með heimilin.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.