Hvernig fá menn þetta til að koma heim og saman???

Björgvin og Árni segja að ESB verði fyrsta mál og forgangsmál og ófrávíkjanlegt mál í stjórnarmyndun eftir kosningar. Á sama tíma segir Atli Gíslason að ESB sé ekki á dagskrá og Katrín Jakobs segir að ekki sé hægt að setja skilyrði við stjórnarmyndunarviðræður.

Þetta segir okkur tvennt:

Samfylkingin ætlar að reyna að halda fylginu með því að keyra á ESB sem er eina málið sem að þau hafa skoðun á þrátt fyrir að hafa engin samningsmarkmið eða stefnu um annað en að sækja um. Þetta gæti bjargað þeim þar eð mesti glansinn er að fara af Jóhönnu og ESB gulrótin er heillandi fyrir þjóð sem að lifað hefur með sveiflukenndri krónu.

Hitt er að VG mun ekki hvika í andstöðu sinni við ESB en mun hinsvegar ekki standa föst á neinum baráttumálum í stjórnarmyndunarviðræðum.

Það er því  ljóst að VG skilur eftir bakdyr að ESB með því að segja að allt sé til sölu í stjórnarmyndun þeas að það sé ekkert sem að ekki er hægt að semja um.

Kjósendur eru engu nær.

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband