7.4.2009 | 22:33
Þó fyrr hefði verið
Íbúar Árneshrepps hafa lengi mátt vera án þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta verið frjálsir ferða sinna að vetrarlagi. Þeir eru upp á náð og miskunn veðurguðanna og vegagerðarinnar komnir og hvorugt hefur verið þeim í hag að undanförnu. Í aðdraganda kosninga hafa frambjóðendur reynt hvað eftir annað að komast norður en án árangurs en nú í kvöld var áætlaður fundur með frambjóðendum Framsóknar og er vonandi að hann hafi farið fram eins og áætlað var. Nú er síðan óskandi að vegagerðin standi sig í að halda veginum opnum héðan af.
Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.