10.2.2009 | 20:32
Styðjum Hlina
Ég skora á Framsóknarmenn í SV kjördæmi að styðja Hlina í annað sæti listans. Hlini hefur flest það til brunns að bera sem stjórnmálamenn framtíðarinnar þurfa til að bera. Hann er einlægur og fylgir sinni sannfæringu sem er að allir eigi jöfn tækifæri og að samvinna og jöfnuður eigi að vera kjörorð hins nýja Íslands.
Hlini óskar eftir 2. sæti í SV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Uuu...Nei.
Ætlið þið ekkert að læra? Framsókn má ekki vera með svona sauði innanborðs.
Ég mun ALDREI kjósa framsókn svo lengi sem Hlini er þar á lista.
Maðurinn er gersneiddur allri sál, gersamlega óskrifandi, slær um sig með heimskulegum frösum sem þýða ekki neitt og heldur að hann sé miklu gáfaðri en hann er.
Ég skora á hvern sem er að lesa bloggið hjá honum og telja hversu oft hann fer rangt með orðatiltæki og málshætti...Svo má líka telja málvillur, rökvillur og heimskupör líka. Svo fátt eitt sé talið.
Maður sem hefur skrif sín með fyrirsögn á borð við:
"Bandaríkin á sér viðreisnarvon" Er ekki maður sem ætti að vera með bílpróf...Hvað þá í framboði.
Ég var eitt sinn framsóknarmaður, en eftir að hafa hitt manninn og lesið skrif hans, þá ákvað ég að ég myndi aldrei, ALDREI kjósa flokkinn aftur ef þessi maður kæmist til metorða. Sem hann virðist hafa gert.
Adíos framsókn. Einu atkvæðinu færra.
nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:38
Það er leitt að sjá að menn þurfi að missa sig í persónulegar árásir í skjóli nafnleyndar. Verra er hinsvegar þegar menn sem telja sig betri en þá sem í boði eru stíga þá ekki skrefið fram og gefa kost á sér. Hlini telur sig eiga erindi við kjósendur og það er síðan kjósenda að velja hann eða hafna.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 13.2.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.