8.2.2009 | 18:46
Davíð og Jón Ásgeir neita að gefa eftir forréttindin
Davíð og Jón Ásgeir eru táknmyndir þess tíma sem nú er liðinn á Íslandi. Davíð er táknmynd hins spillta stjórnkerfis og Jón Ásgeir græðgisvæðingar og siðleysis í viðskiptalífinu. Þrátt fyrir að nánast engir vilji sjá þá lengur þá geta þeir ekki sleppt takinu og látið sig hverfa inn í sögubækurnar. Skynsamt fólk þekkir sinn vitjunartíma en þeir kumpánar ætla ekki að falla inn í þennan hóp og því munu þeir þurfa að verða bornir út úr sínum embættum.
Sjáið að ykkur og látið ykkur hverfa ellegar mun dómur sögunnar verða þeim mun harðari.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við skulum nú vona að þeir hverfi ekki alveg. Við eigum eftir að sækja okkar í vasa þeirra
Þórbergur Torfason, 10.2.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.