30.1.2009 | 21:19
Steingrímur og Bjarni Ben á leynifundi
Hef það eftir heimildum innan VG að Bjarni Ben rói að því öllum árum að fá VG með sér í stjórn fram að kosningum. Með því nái Bjarni að slá tvær flugur í einu höggi. Hann nær afgerandi forskoti á Þorgerði í formannsslagnum og Samfylkingin verður úti í kuldanum. Hann á jafnvel að hafa gengi svo langt að lofa Steingrími Forsætisráðuneytinu sem að Steingrímur er væntanlega ekki fráhverfur. Nú er spurning hvort að Steingrímur stekkur frá borði á síðustu stundu.
Það skal tekið skýrt fram að þetta er uppspuni frá rótum í anda annara flugufregna sem fljúga um bloggið þessa stundina.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla bara að láta þig vita það að ég er ætíð til sölu.
Rauða Ljónið, 30.1.2009 kl. 23:08
Ertu að meina þetta???? Stundum er eitthvað til í argasta bulli.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:15
Þetta er ekkert vitlausara en margt annað bull sem er í gangi
Tjörvi Dýrfjörð, 31.1.2009 kl. 02:23
Sæll Ágúst
Eins og ég tek skýrt fram neðst í færslunni er þetta uppspuni frá mér. Írónískt háð vegna þess hvernig fólk er farið að hegða sér á blogginu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 31.1.2009 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.