23.1.2009 | 19:16
Fjölmiðlafókus
Eins og áður eru fjölmiðlarnir orðnir uppteknir af nýjasta nýju í stað þess að einbeita sér að aðalatriðum. Auðvitað óska ég Geir og Ingibjörgu góðs bata og gengis í þeirra persónulegu baráttu. Þau eru hinsvegar ekki einu Íslendingarnir sem kljást við krabbameinsdrauginn eða önnur vandamál af sömu stærðargráðu. Hinsvegar eru veikindi þeirra ekki aðalatriðið heldur hvernig við sem þjóð komumst áfram uppúr þeim drullupytt sem að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komið okkur ofaní. Ég skil mótmælendur vel að þeir ætli ekki að hætta mótmælum. Það er ekki kominn fastur kosningadagur. Seðlabankastjórn situr enn og Fjármálaeftirlitið er enn óbreytt. Ríkisstjórnin situr líka ennþá og því varla nema hálfur sigur unninn.
Miðað við orð Þorgerðar Katrínar fer sjálfstæðisflokkurinn í kosningaham og hreinsar kannski til í seðlabanka og fjármálaeftirliti til að fríkka uppá gamla líkið. Hinsvegar munu engin ný andlit birtast í forystunni því grasrótin í sjálfstæðisflokknum hefur ekki kjark eða kraft til að krefjast verulegra breytinga. Smá smink verður því látið duga en mér segir svo hugur um að það muni falla illa í kramið hjá kjósendum. Klofningsframboð til hægri munu því eiga hægt um vik að ná sér í talsvert fylgi.
Ingibjörg Sólrún komin heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.