Ungt og kraftmikið fólk býður sig fram í forystuna

Mér finnst ánægjulegt að sjá Höskuld bjóða fram krafta sína til að leiða framsóknarflokkinn á vit nýrra tíma. Hann er allavega ekki af þrætupólitíkusa kynslóðinni sem að margir eru orðnir býsna leiðir á. Ég hef hitt Höskuld nokkrum sinnum og hann er að mínu mati mjög frambærilegur. Hann er jarðbundinn, hreinskilinn og setur fjölskylduna í fyrirrúmið.

Ég óska honum alls hins besta í baráttunni framundan.


mbl.is Höskuldur býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki framsóknar maður, en mér líst mjög vel á Höskuld, held að hann eigi eftir að ná mun betri árangri með flokkinn en Páll.   Þurfum á góðu fólki eins og Höskuldi tila ð ná okkur upp úr þeim pitt sem við erum í.

Einar G. (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hann kemur vel fyrir. Ég sé ekki betur en hann sé besti kandídatinn sem hingað til hefur verið nefndur til sögu.

Einar Sigurbergur Arason, 6.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband