Ísland, spilltasta land í heimi?

Þessa dagana þegar fram koma spillingarmál í öllum hornum og glittir jafnvel í að enn stærri spillingarmál lúri handan við hornið fer maður að hugsa til baka. Síðastliðin 10 ár hefur Ísland ætíð verið meðal þeirra landa sem að hafa sýnst vera með minnsta sjáanlega spillingu. Hverju sætir það? Erum við hreinlega svona vitlaus eða er svo djúpt á spillingunni að hún kemur því aðeins upp á yfirborðið þegar kerfishrun eins og við höfum orðið vitni að á sér stað? 

Hér eru nokkur dæmi en athugið, þetta er ekki tæmandi upptalning 

  • Eftirgjöf skulda starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa.
  • Formaður VR hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni en ekki sinna félaga í ákvörðunum sínum um ofantalið. Neitar að segja af sér.
  • Forstöðumaður fjármálastofnunar notar lepp til þess að stunda gjaldeyrisbrask með innherjaupplýsingar að vopni.
  • Í tveimur stofnunum sem að eiga að vera óháðar hvor annarri er Jón Sigurðsson annarsvegar stjórnarmaður (seðlabankinn) og stjórnarformaður (FE).
  • Fyrrverandi formaður stærsta stjórnmálaflokksins hefur núverandi formann í vasanum og stýrir því sem að hann vill án umboðs.
  • Menntamálaráðherra og varaformaður D er stór hluthafi í stærsta fjármálafyrirtækinu.
  • Braskfélagar selja fyrirtæki sín á milli til þess að skrúfa upp sýndarhagnað og hækka hlutabréfaverð. Stinga síðan af með hundruð miljóna í starfslokasamninga áður en bólan springur.
  • “Virðulegur” banki stofnar skúffufyrirtæki til þess að kaupa hluti  í sjálfum sér til þess að hækka hlutabréfaverðið.
  • Eignarhaldsfélag sem leysa á upp er látið kaupa hlut í öðrum banka í stað þess að selja hlutinn með hagnaði, trúlega til að hækka hlutabréfaverð. Bréfin eru að sjálfsögðu verðlaus í dag og eignarhaldsfélagið stórskuldugt.

 Nokkur dæmi um atriði sem gætu átt eftir að koma upp 

·        Stórfellt sukk með lífeyrissjóðakerfið

·        Stórfelld ítök útrásarvíkinga í stjórnmálaflokkum

·        Víðtæk samtrygging í stjórnkerfinu 

Það verður spennandi að sjá hvar á listanum við lendum 2009. Hver veit, við verðum etv. í félagsskap með Zimbabwe og Túrkmenistan? Baráttan heldur áfram á Arnarhóli á morgun.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að sleppa fjórða punkti um stjórn Seðlabanka og FME því það er beinlínis gert ráð fyrir því í lögunum um FME að þar sitji í stjórn einn aðili frá Seðlabanka (4. gr.). Þessir aðilar eiga heldur alls ekki að vera óskyldir heldur er FME beinlínis skylt að upplýsa Seðlabankann og eiga reglulegt samráð með honum (15. gr.).

Arnar (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:32

2 identicon

Ísland, spilltasta land í heimi ?  já það á þann vafasama heiður, með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins !!!

ag (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ja það virðist ekki vera skortur á spillingu neinsstaðar að því er virðist. Held að við ættum að einhenda okkur í að byggja hér upp nýtt þjóðfélag með nýjum leikreglum þar sem spilling fær ekki að þrífast.

Takk fyrir ábendinguna Arnar. Velti því reyndar fyrir mér afhverju samráðið var ekki þá betra en raun bar vitni.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband