28.11.2008 | 20:50
Of lítið og of seint
Maður á kannski ekki að fullyrða um það sem ekki er komið fram en ef ráða má eitthvað af undangengum viðbrögðum stjórnarinnar verða aðgerðirnar ómarkvissar og gagnslitlar. En gefum þeim séns fram á mánudag með það. Hitt er deginum ljósara að tveir mánuðir er fáránlega langur tími til að taka sér í að vinna aðgerðaráætlunina. Það er heldur ekki eins og að fyrirtækin hafi verið að byrja að lenda í vanda vegna gengissigs í septemberlok. Það vandamál hefur verið að ágerast allt árið án þess að ríkisstjórnin hafi gert annað en að krossleggja fingur og vona það besta.
Staðan virðist vera sú að við erum með ríkisstjórn sem að er í taugaáfalli og er ekki starfhæf. Henni þarf að skipta út og það sem fyrst.
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér. Ríkisstjórnin er í taugaáfalli . Það sem er enn verra, er að stjórnin fattar það ekki sjálf. Hún er algjörlega óstarfhæf. Og það sem er hættulegast af þessu öllu er, alþingismenn og konur eru bara "nikkudúkkur", þar finn ég enga undantekningu. Allt þetta fólk verður að víkja ef það ekki á að ríkja hér skálmöld í framtíðinni.
j.a. (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.