26.11.2008 | 21:21
Hvað er tímaramminn langur?
Það þarf að setja þessari nefnd skýr tímamörk. Til dæmis mætti hugsa sér að nefndin myndi skila frumskýrslu í 1. mars. Það er alveg klárt mál að ef að henni verða ekki sett tímamörk þá megum við eiga von á að nefndin skili ekki niðurstöðum fyrr en 2010-11. Slíkt er óásættanlegt og því þarf að leggja allt kapp á að koma einhverjum niðurstöðum út fljótlega. Nefndin hefur heimild til að ráða sérfræðinga erlendis frá og það væri best á því farið að gera slíkt. Best hefði auðvitað verið að hafa amk. einn erlendann aðila í forystu fyrir nefndinni.
Rannsóknarfrumvarpi dreift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
skv. frumvarpinu á hún að skila skýrslunni ekki seinna en 1. nóv 2009 til Alþingis.
Hvenær Alþingi ákveður hvort henni skal stungið undir stól eða eitthvað er annað mál.
Skaz, 26.11.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.