24.11.2008 | 23:35
Allir í sama bátnum
Þá er það klárt. Það þýðir ekki fyrir Samfylkinguna að segja að hún viti ekki neitt eða þykist ekki vita neitt. Það er nú kýrskýrt að allar stjórnarathafnir eru á ábyrgð allra stjórnarþingmanna.
Davíð Oddsson situr í skjóli 42 þingmanna
Fjármálaeftirlitið situr í skjóli 42 þingmanna
Árni Mathiesen situr í skjóli 42 þingmanna
Björgvin G. Sigurðsson situr í skjóli 42 þingmanna
Stjórnendur gömlu bankanna sitja í skjóli 42 þingmanna
Það er alveg sama hvað Össur bloggar, Ingibjörg rífur kjaft og bókar á ríkisstjórnarfundum að seðlabankastjórn sitji ekki í hennar skjóli. Það eina sem slíkt getur haft uppá sig er að þau verða sér til enn meiri minnkunar en orðið er.
Hversu margar undirskriftir þarf til að knýja fram kosningar í vor? 20.000? 30.000? Við þurfum að hrifsa völdin aftur frá þessum óhæfu stjórnvöldum og kjósa okkur ný sem að vita hvert við erum að fara. Núverandi stjórn veit ekki einu sinni hvaðan hún er að koma og því síður hvert hún er að fara. Henni er því ekki sætt.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.