23.11.2008 | 21:23
Ráðherrar marklausir við núverandi aðstæður!!!!
Ef ekki er mikið mark takandi á fjölmiðlum þá er ekki meira mark takandi á ráðherrunum okkar sem eru í "ekki ég" leiknum af miklum móð. Eins og einhver sagði hér nýverið þá er gríðarlegur skortur á sómatilfinningu til staðar á Íslandi í dag. Það er allavega ljóst að ekki er til snefill af henni hjá ríkisstjórninni, seðlabankanum eða fjármálaeftirlitinu.
Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt fyrirsögn hjá þér
Haraldur Bjarnason, 23.11.2008 kl. 21:25
Ekki gleyma skorti á sómatilfinningum hjá auðmönnum og fólkinu.
Jón Ásgeir tekur 200-300ma. meira að láni í banka en FL Group ræður við og fólk fer áfram í Bónus, blómaval, húsasmiðjuna og hagkaup. Jafnvel þeir sem misstu hundruð þúsunda í sjóðum Glitnis, á svona lýður eitthvað betra skilið en að láta troða á sér. Jón Ásgeir er náttúrulega hetja af því að hann er ekki vinur Davíðs hjá hálfri þjóðinni lol
Áttu nýju bankarnir ekki að haga lánveitingum til að stuðla að samkeppni, er BT ekki komið í Haga sem á MAX, vá þá eru 2 stórir í raftækjum en ekki 3, rosa flott.
Johnny Bravo, 23.11.2008 kl. 22:13
Þetta er rétt athugað hjá þér Johnny. Við þurfum að sýna óánægju okkar líka í vöruvali. Fákeppni getur ekki leitt til annars að lokum en hærra vöruverðs þannig að við megum ekki láta plata okkur áfram þar til samkeppnin er dauð og sömu auðjöfrarnir geta haldið áfram að traðka á okkur.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.11.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.