18% verðbólga og 10-15% atvinnuleysi. Hvað er hægt að gera?

Hvað er til ráða þegar svona er komið. Mér flaug í hug í einhverju bríaríi að eflaust er fjöldi útlendinga orðinn atvinnulaus en geta hvergi farið á meðan að þeir eiga húsnæði hér sem ekki selst á helfrosnum fasteignamarkaði. Ef að þetta fólk vill flytja annað þá tel ég að við ættum að aðstoða það við slíka flutninga á einhvern hátt. Þetta gæti létt á atvinnuleysinu fyrir þá sem ekki geta eða vilja leita fyrir sér erlendis. Fólk mun flytjast úr landi og við því er ekkert að gera ef að ekki er reynt að byggja upp fleiri atvinnumöguleika. Fjallagrasa lausn Andra Snæs og VG mun ekki halda fólki í landinu. Öflugir útflutningsatvinnuvegir munu hinsvegar gera það og á þá eigum við að treysta til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband