Er SPRON gjaldþrota?

Í gær bárust fréttir af því að SPRON hefði frestað því að gefa út uppgjör fyrir 3 ársfjórðung að sögn vegna óvissu um stöðu á mörkuðum. Frá hlutafjárútboði hefur gengi SPRON lækkað úr 18 í 1,9 eða um 90% og er á athugunarlista kauphallarinnar. 30 apríl síðastliðinn var tilkynnt um að SPRON hefði sóst eftir yfirtöku af hendi Kaupþings en sú yfirtaka gekk síðan til baka þegar Kaupþing rúllaði. Það er því áhugavert að vita hvað heldur SPRON gangandi í dag fyrst að reksturinn var orðinn erfiður á vormánuðum. Gárungar höfðu á orði að útgáfu uppgjörsins hefði verið frestað vegna þess að SPRON ætti ekki fyrir prentkostnaði.

Hinsvegar held ég að dagar stjórnar SPRON séu taldir hvernig sem fer. Ef að hluthafar lýsa stuðningi við núverandi stjórn sem hefur dansað manna harðast kringum gullkálfinn þá er eitthvað að.


mbl.is Fara yfir lánasamninga viðskiptavinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband