7.11.2008 | 20:29
Geir vs. Obama hvorum hefur þú meiri trú á???
Það verður spennandi að fylgjast með hverjum tekst betur til við að koma sinni þjóð út úr kreppunni Geir eða Obama. Geir mun fá meira en 10 vikna forskot þannig að hann stendur vel að vígi. Hinsvegar hefur Obama það fram yfir hann að hann er búinn að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvað hann ætlast fyrir og hefur blásið Bandaríkjamönnum (amk. rúmlega 50% þeirra) í brjóst trú á sína áætlun. Á Íslandi veit enginn hvert Geir er að fara og trúlega ekki hann sjálfur. Það sem verra er að Geir veit varla hvaðan hann er að koma heldur. Geir hefur því ærinn starfa fyrir höndum næstu 10 vikurnar.
Lofar að taka á efnahagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó að kaninn sé í slæmum málum, þá erum við margfalt meira fokkt... þannig að ég myndi veðja á Obama.
Dollarinn er ekki jafn alvarlega fokkt og krónan og það er ekki jafn mikil fokking verðbólga hjá okkur, + það að stýrivextirnir hjá okkur eru 18% en 1% í BNA... þó að allt líti út fyrir að vera fucked í the US of A þá er ástandið hjá okkur margfalt verra.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.