7.11.2008 | 20:17
Er þörf fyrir dictator á Íslandi???
Örþrifatímar kalla á örþrifaráð. Rómaveldi hið forna bjó yfir ráði sem einungis var gripið til þegar allar bjargir virtust bannaðar. Í stað þess að láta ræðismennina tvo og öldungaráðið deila um hvað gera skyldi var skipaður alræðismaður/dictator sem réði lífi og limum allra Rómverja. Hér þyrfti ef til vill ekki að ganga alveg svo langt en miðað við stöðuna í dag þar sem engin skýr stefna er fyrir hendi og ríkisfyrirtæki hundsa hvort heldur sem er tilmæli eða fyrirmæli ríkisstjórnarinnar gæti lausnin verið að fá manneskju sem gæti höggvið á hnúta og komið hlutum í verk. Á tímum Rómarveldis var Lucius Quinctius Cincinnatus dæmi um hinn fullkomna dictator þar sem að hann bar hagsmuni þjóðarinnar ofar sínum eigin og sagði af sér völdum umsvifalaust að starfi loknu.
Það erfiðasta er eins og sést að ofan er að finna rétta fólkið til að taka slíkt ábyrgðarstarf að sér. Mínir kæru lesendur ef einhverjir eru mættu endilega koma með tillögur að hæfu fólki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.