Þungaviktarbox í Ol'Miss

Poll: Obama wins first debate

 

Ég fylgdist með kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. Þema kvöldsins var utanríkismál en vegna stöðunnar í efnahagsmálum urðu þau aðalmálið í fyrsta hluta umræðunnar. Varla hefur Obama harmað það enda hefur hann umtalsvert forskot á McCain í efnahagsmálum. Kappræðurnar líktust einna helst fyrstu lotunum í þungaviktarboxi þar sem að menn fara varlega og reyna því aðeins að koma höggi á andstæðingin ef að þeir eru öruggir um að geta varist sjálfir. Mér þótti McCain standa sig alveg bærilega í efnahagsumræðunni og hefur hann varla tapað neinu trausti kjósenda hvað varðar getu sína við að taka á efnahagsmálunum. Hinsvegar hefur hann varla breytt stöðunni heldur meðal kjósenda almennt sem telja að Obama sé sterkari á því sviði. Þegar umræðan barst síðan að utanríkismálum náði McCain sér betur á flug og fór yfir afrekalista sinn á því sviði. Hinsvegar náði Obama sér vel á strik einnig og kom fram sem trúverðugur valkostur hvað utanríkismál varðar. Skýr munur á þeirra utanríkisstefnu kom einnig glöggt í ljós þar sem McCain mun halda áfram hinni herskáu stefnu Bush stjórnarinnar á meðan Obama mun beita diplómatískum aðferðum áður en herinn er sendur á vettvang. Heildarniðurstaða kappræðnanna myndi ég telja að væri jafntefli en fyrir McCain er jafntefli í kappræðum um utanríkismál sama og tap. Hann getur varla búist við að koma verulegu höggi á Obama í kappræðum um efnahagsmál, mennta og heilbrigðismál og er því farinn að verða háður því að Obama geri mistök sem snúið gætu taflinu honum í hag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband