Hvenær rís hinn þögli meirihluti upp gegn gjömmurunum?

Það er í þessu máli sem öðrum líkum að hinir frelsuðu umhverfissinnar fara hamförum og fá til þess fullan stuðning fjölmiðla. Það er sama hverskonar rakalaus vitleysa er borin á borð því gagnrýni fjölmiðlanna er enginn eins og Ólafur Teitur lýsti vel í Silfrinu í gær. Meirihluti þjóðarinnar sem hefur ekki skoðun á málinu er síðan kaffærður í áróðri eins og sannaðist best í Hafnarfjarðarkoningunum þegar eftir á kom í ljós að ekkert í málflutningi Sólarmanna stóðst rök. Það stöðvaði þó ekki fjölmiðlana í að lepja alla vitleysuna upp og birta með æsifyrirsögnum.

Það fer líka mengunarkóngunum í Hveragerði einstaklega vel að kasta steinum úr glerhúsinu sínu. Fyrir ekki margt löngu rann mengaðasta á framhjá bænum og ekki reikna Hvergerðingar með því að hveralyktin í bænum breytist við að bæta Bitruvirkjun við. Hvergerðingar vildu ekki verða hluti Ölfus og því verða þeir bara að sætta sig við að hafa ekki áhrif á þetta mál. Sá sem býr sér ból verður jú að sofa í því.


mbl.is Óábyrgt að halda áfram með Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Framsóknarmaður í 4 ættliði???? Hinn þögli meirihluti hefur loksins fengið verðugan talsmann!

Sigurður Hrellir, 19.11.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þú varst með ágæta samantekt á álverksmiðjum í heiminum.  Það væri ekki verra ef það væri gerð úttekt á því hvað þessar verksmiðjur,gamlar og nýjar, borga fyrir rafmagnið.  Hér er ein vísbending frá Brasilíu: "But the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that."

Pétur Þorleifsson , 19.11.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Reiknað yfir í íslenskar krónur og kWH er þetta ca. 90 aurar. Samkvæmt mínum ágætu heimildum er verðið rúmlega 1 kr/kWH, hámark 1 króna og 10 aurar. Þetta verð útskýrir líka ásókn álfyrirtækjanna í að byggja verksmiðjur á Íslandi.

Hinn þögli meirihluti hefur ekki mörg orð um þetta frekar en  svo margt annað. 

Sigurður Hrellir, 20.11.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Sigurður

Þínar ágætu heimildir eru vægast sagt daprar verð ég að segja. OR selur rafmagn til almennra neytenda á 7 kr. kWh en mínar heimildir segja að verðið til stóriðjunnar sé 30-40% af því verði. Þegar síðan borið er saman nýtingarhlutfallið hjá þessum neytendahópum þá skýrir þessi verðmunur sig sjálfur. Álver nota sama magn af rafmagni allan sólarhringinn, alla daga ársins á meðan þú og ég notum rafmagn milli 17 og 23 á daginn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.11.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Eru ekki 7 krónurnar smásöluverð sem almenningur borgar en stóriðjan borgar bara í heildsölu og er það, eins og Sigurður nefnir, rúmlega 1 króna samkvæmt þessu.

Pétur Þorleifsson , 25.11.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband