Hálkan leynist víða

Það er ekki bara á heiðum og fjallvegum sem er hálka. Hér í Hafnarfirðinum er fljúgandi hálka þessa stundina og ók ég fram á dreng sem hafði velt bíl sínum á Reykjanesbrautinni fyrir neðan Áslandið. Á meðan bíllinn minn stóð þarna við með viðvörunarljósin á kom í ljós að margir ökumenn höfðu ekki áttað sig á aðstæðunum og skautuðu um götuna en sem betur fer þó án frekari slysa. Drengurinn slapp ómeiddur þrátt fyrir að hafa endastungið bílnum enda hafði hann vit á því að vera í belti. Vonandi er að menn fari varlegar hér eftir enda kominn sá tími þegar hálkan getur myndast snögglega á köldum vetrarkvöldum.
mbl.is Víða hálka eða hálkublettir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er annað sem ekki er talað nóg um, það væri ráð hjá mörgum að vakna áður en þeir leggja af stað á morgnana.

Jóhann Elíasson, 8.11.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll Strandaboy flott síða hjá þér

kveðja

Guðjón ( frá EYRI )

www.123.is/gudjono

Guðjón Ólafsson, 11.11.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband