14.10.2007 | 13:54
Er Bjarni Vestmann búin að koma öllu í bál og brand?
Ætli þetta hafi eitthvað með heimsókn Bjarna til Tamíl tígranna að gera? Etv. treysta Sri Lanka menn ekki vestrænum þjóðum lengur til að miðla málum eftir þetta glappaskot. Það mál allt sýnir hversu skammt Íslendingar eru á veg komnir í því sem kallast "diplomacy" og vekur einnig upp ákveðnar spurningar varðandi framboð Íslands til öryggisráðsins. Er stuðningur allra þessara ríkja í hendi eins og haldið hefur verið fram eða hefur fv. upplýsingafulltrúi Kofi Annans rétt fyrir sér þegar hann segir að Íslendingar séu barnalegir ef þeir haldi að já sé alltaf já?
Yfirvöld á Sri Lanka hafna eftirliti Sameinuðu þjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki það að ég ætli að tjá mig um umsókn Íslands í öryggisráð sameinuðu þjóðanna. En ég veit betur en svo að ástæða fyrir þessu hjá stjórnvöldum Sri Lanka liggur mun dýpra en svo að Bjarna Vestmann kom í heimsókn þangað.
Jens Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 14:31
Þetta er ekki Bjarna "einum" að kenna. En það er rannsóknarefni hvað íslenka friðargæslan er að gera þarna. En á pappírunum þá fellur kostnaðurinn undir þróunarhjálp - ef það hjálpar einhverjum. Ég hef verið á Sri Lanka oftar en einu sinni og bæði sem ferðamaður og vegna verkefnis á Free Trade svæðinu við Katunayake. Þá hef ég í 20 ár verið í góðu sambandi við norskan aðila sem var einn af þeim fyrstu sem kom þangað 1972 vegna þróunaraðstoðar Norðmanna. Svo ég hafi þetta ekki langt, þá eru sjórnvöld þarna gegnsýrð af spillingu og hafa alltaf verið. En við höfum eins og kunugt er, nylega gert "state to state" samning við stjórnvöld þar. Stjórnvöld þar sem enska var bönnuð þegar landið fékk sjálfstæði 1948. Þá er sögukennsla og landafræði heldur ekki kennd í opinberum skólum.
Það verður aldrei friður á milli Singalista og Tamíla. Tamilarnir hafa verið og eru kúgaðir kúgaðir, fá t.d. ekki vinnu hjá hinu opinbera. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að Singalistarnir eru hræddir við Tamílana. Ekki hræddir um líf sitt - heldur þjóðfélagsstöðu. Því Tamílarnir eru mikið bertur gert fólk heldur en Singalistarnir. Án þess að ég hafa tölfræði til að styðjast við, þá er greindarvísitala Tamílana örugglega miklu hærri en Singalistana. Það er það sem Singalistarnir óttast mest - og því munu þeir aldrei "gefa" þeim neitt
Svo það sé á hreinu... þá er þetta ekki trúarstríð sem geysar á Sri Lanka.
Atli Hermannsson., 14.10.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.