Telja auglýsingar Framtíðarlandsins með hjá Gallup?

Nú þegar Gallup heldur mikið og ,,vandað" bókhald yfir auglýsingakostnað stjórnmálaflokkana til að koma í veg fyrir ofeyðslu þá fara að birtast auglýsingar frá samtökum sem sjá sér hag í að reyna að hafa áhrif á kjósendur með auglýsingum. Þarna er auðvitað átt við Framtíðarlandið sem birtir auglýsingar í Fréttablaðinu í dag. Mun Gallup telja þessa dálksentimetra með í kostnaði S,V og I listanna? Ef ekki þá er þess væntanlega skammt að bíða að sjá langar sjónvarpsauglýsingar frá Mjólkursamsölunni með Guðna Ágústssyni drekkandi mjólk. Eða Geir og Þorgerði í auglýsingu frá Samtökum atvinnulífsins. Svona tiltæki gerir samkomulag flokkanna á milli marklaust með öllu og er spurning hvort að flokkarnir munu hafa það að engu eftir þessa uppákomu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég sé ekki alveg tilganginn með þessum mælingum hjá Capacent. Mér skilst þær nái bara til auglýsinga í blöðum og sjónvarpi og það er bara mjög lítill hluti af öllu heildarauglýsingamagninu. Þeir telja þá ekki með bæklinga, markpóst, auglýsingaskilti, grillveislur og uppákomur sem flokkarnir standa fyrir þannig að mér finnst þetta frekar klént hjá Capacent.

Björg K. Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er til að fylgjast með því að það samkomulag sem flokkarnir gerðu sé haldið. Samkomulagið náði ekki yfir héraðsfréttablöð o.s.frv. Almenni ramminn um takmarkanir á fjárveitingum til flokkana og opinberun bókhalds þeirra átti að hafa hemil á hinu.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ég verð að segja það að mér finnst þetta samkomulag marklaust með öllu ef einkaaðilar geta síðan komið og stutt ákveðna flokka. Ætli Ísland verði þá ekki lobbýismanum að bráð í framtíðinni ef þetta er það sem koma skal.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 6.5.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband